Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 08:54
Elvar Geir Magnússon
„Stuðningsmennirnir eru ekki að fara að elska einhvern annan þjálfara meira“
Mauricio Pochettino stjóri Chelsea útilokar að segja upp störfum.
Mauricio Pochettino stjóri Chelsea útilokar að segja upp störfum.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino stjóri Chelsea segist aldrei ætla að segja upp starfi sínu. Einhverjir stuðningsmenn Chelsea bauluðu á Pochettino eftir jafntefli gegn Brentford fyrir rúmri viku síðan.

Chelsea hefur náð í fimm stig af síðustu fimmtán mögulegum og er í ellefta sæti fyrir leik gegn Newcastle í kvöld.

„Stuðningsmennirnir eru ekki að fara að elska einhvern annan þjálfara meira hjá Chelsea. Ég vissi að þetta yrði erfitt og við þyrftum tíma og trú," segir Pochettino sem segist vera í uppbyggingarferli með sitt lið.

„Fólk ber saman við fortíðina þegar það voru önnur verkefni í gangi. Fólk verður að skilja, ég reyni að útskýra og hreyfi munninn en fólk er ekki að hlusta."

„Við skiljum pirringinn. Við þurfum að reyna að bæta okkar spilamennsku. Við þurfum á stuðningi að halda og vonandi verða stuðningsmennirnir á bak við okkur í 90 mínútur gegn Newcastle. Við erum með ungt lið sem þarf stuðning."

Chelsea hefur eytt yfir milljarði punda í leikmannakaup síðan Todd Boehly tók yfir í maí 2022. Liðið hafnaði í tólfta sæti síðasta tímabil en þá stýrðu Thomas Tuchel, Graham Potter og Frank Lampard liðinu.

Pochettino var spurður að því hvort hann hefði íhugað að láta af störfum?

„Nei. Af hverju ætti ég að gera það? Ég mun aldrei segja upp," svaraði Argentínumaðurinn.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner