Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur búinn að funda með Ásmundi um nýjan þjóðarleikvang
,,Aldrei að vita nema við förum í útilegu saman
Þorvaldur og Ásmundur Einar á leik Íslands og Serbíu á þriðjudaginn í síðustu viku.
Þorvaldur og Ásmundur Einar á leik Íslands og Serbíu á þriðjudaginn í síðustu viku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson á ársþingi KSÍ þar sem hann var kosinn formaður sambandsins.
Þorvaldur Örlygsson á ársþingi KSÍ þar sem hann var kosinn formaður sambandsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er aldrei að vita nema við förum í útilegu saman eða eitthvað.  Það var mjög skemmtilegt og gaman að hitta hann.''
,,Það er aldrei að vita nema við förum í útilegu saman eða eitthvað. Það var mjög skemmtilegt og gaman að hitta hann.''
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ hefur haft í nægu að snúast síðan hann var kosinn í formannstólinn fyrir tveimur vikum og hefur látið hendur standa fram úr ermum.

Strax á öðrum virka degi eftir ársþing KSÍ var hann mættur á fund með Ásmundi Einar Daðasyni ráðherra íþróttamála og aðstoðarmanni hans.

Fundurinn fór fram í hádeginu þriðjudaginn 27. febrúar síðastliðinn en eftir fundinn fóru þeir Þorvaldur og Ásmundur saman á landsleik Íslands og Serbíu þar sem Ísland tryggði sér áframhaldandi sæti í A-deild þjóðadeildar kvenna.

Þorvaldur sagði við Fótbolta.net að Ásmundur Einar hafi boðað fund í gegnum Pálma Haraldsson stjórnarmann Í KSÍ og strax hafi verið ákveðið að hittast. Fundinn sátu Þorvaldur, Pálmi, Ásmundur Einar og aðstoðarmaður hans.

„Ásmundur og aðstoðarmaður hans hittu okkur í hádeginu á þriðjudeginum fyrir landsleikinn. Við áttum mjög ánægjulegan fund um að reyna að komast af stað. Þetta var mjög jákvæður og fróðlegur fundur sem við áttum og svo fórum við saman á landsleikinn. Þetta var góð byrjun í byrjun viku í nýju starfi. Við ræddum vallarmál og annað fram og til baka og skoðum næstu skref," sagði Þorvaldur.

Hefurðu trú á þessu eftir þennan fund, að við fáum nýjan völl?
„Við sem hreyfing, og ég og þú sem fótboltafólk verðum að trúa því þó við höfum ekki séð mikið hingað til. Við erum í fullri trú og höldum áfram. Þó maður hitti ekki alltaf markið í fyrsta skoti þá höldum við áfram þar til við hittum á markið. Þetta er vinna sem er framundan og við tökumst á hana sem heild sem hreyfing."

Hvernig skilduð þið varðandi þetta verkefni, er eitthvað plan um nýjan leikvang?
„Það var ekkert sem kom fram á fundinum, þetta var fyrsti fundur þar sem við kynntumst og áttum fyrstu viðræður. Mér fannst mjög jákvætt að fá þennan fund svona stuttu eftir að ég kom í starfið. Nú er það undir mér komið með minni stjórn að halda áfram að fara áfram í næstu skref. Við þurfum að eiga samtal við borgina og halda áfram að ræða við ríkið. Ég vil fá sem flesta að borðinu og koma þessu í farveg þar sem við getum sagt 'svona ætlum við að gera þetta'."

Ég sá allavega að það fór vel á með ykkur í stúkunni á landsleiknum við Serbíu.

„Jájá, það er aldrei að vita nema við förum í útilegu saman eða eitthvað. Það var mjög skemmtilegt og gaman að hitta hann og jákvætt á allan hátt. Allt er jákvætt skilar því að maður getur horft fram á veginn. Við viljum öll í hreyfingunni fá nýjan leikvang og viljum ýta á það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner