Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Miðjumaður Vals æfir með Fram
Í leik með Val í fyrra.
Í leik með Val í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Emil Jónsson, leikmaður Vals, æfir þessa dagana með Fram og samkvæmt heimildum Fótbolta.net eru talsverðar líkur á því að hann sé á förum frá Val.

Þorsteinn er miðjumaður sem er samningsbundinn Val út árið. Hann kom til félagsins frá Augnabliki árið 2022 og skrifaði þá undir tveggja ára samning.

Hann er fæddur árið 2004 og varð tvítugur í síðasta mánuði. Hann kom við sögu í fjórum leikjum með Val í Bestu deildinni síðasta sumar og í tveimur leikjum í Reykjavíkurmótinu í vetur.

Hann var þá í byrjunarliðinu og skoraði mark í 4-1 sigri Vals gegn RB í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Fótbolti.net var með hann í B-liði Vals þegar stillt var upp í A- og B-lið Vals fyrr í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner