Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
17 ára valinn maður leiksins - Setti tvö met
Pau Cubarsi með verðlaunin
Pau Cubarsi með verðlaunin
Mynd: Getty Images
Spænski miðvörðurinn Pau Cubarsi átti stórleik er Barcelona komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í gær.

Þessi 17 ára gamli varnarmaður hefur fengið mörg tækifæri í liði Barcelona á þessari leiktíð eins og samherji hans, Lamine Yamal.

Cubarsi er 184 sm á hæð, yfirvegaður og afar lunkinn með boltann, en hann er talinn einn efnilegasti varnarmaðurinn til að koma upp úr La Masia-akademíunni á síðustu árum.

„Cubarsi verður ekki stressaður. Það er honum í hag. Það er svakalegt hvernig hann kemur boltanum frá sér og svo er hann með þessa ró. Það er alger unun að horfa á hann,“ sagði Xavi, þjálfari Barcelona, um leikmanninn í gær.

Varnarmaðurinn var valinn maður leiksins en hann er sá yngsti til að gera það á þessu stigi keppninnar eða aðeins 17 ára og 50 daga gamall, en hann bætti þar með met David Alaba.

Þá er hann fyrsti leikmaður Barcelona til að eiga 50 sendingar eða meira, hundrað prósent hlutfall í tæklingum sínum (3/3) og eiga fimm hreinsanir síðan Opta fór að taka saman tölfræði tímabilið 2003/2004.
Athugasemdir
banner
banner