Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Lockyer snýr aftur til að þakka læknaliðinu sem bjargaði lífi hans
Tom Lockyer fór í hjartastopp í desember.
Tom Lockyer fór í hjartastopp í desember.
Mynd: Getty Images
Annað kvöld mætast Bournemouth og Luton í ensku úrvalsdeildinni. Tom Lockyer leikmaður Luton hneig niður þegar liðin léku 16. desember og var endurlífgaður á vellinum.

Hjarta hans hætti að slá í tvær mínútur og 40 sekúndur en endurlífgun bar árangur.

Staðan var 1-1 þegar þetta óhugnalega atvik gerðist. Leik var hætt og enska úrvalsdeildin tilkynnti síðan að leikurinn yrði leikinn að nýju frá upphafsflauti.

Á morgun mun sá leikur fara fram og ætlar Lockyer að mæta á Vitality leikvanginn til að þakka læknaliðinu sem bjargaði lífi hans í desember. Hann var fimm daga á sjúkrahúsi eftir að hafa farið í hjartastoppið og í hann var græddur bjargráður.

„Það verður tilfinningarík stund að fara þangað aftur og rifja upp þessa lífsreynslu," segir Rob Edwards stjóri Luton.

Lockyer mun fara út á völl í hálfleik og klappað verður fyrir þeim sem björguðu honum. Honum líður vel í dag en óvíst er hvort hann geti haldið fótboltaferlinum áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner