Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir hjá Dortmund til að taka við Gana
Otto Addo.
Otto Addo.
Mynd: Getty Images
Otto Addo er að taka við sem nýr landsliðsþjálfari Gana en hann mun taka við starfinu af Chris Hughton sem var rekinn eftir Afríkumótið í janúar síðastliðnum.

Hinn 48 ára gamli Addo mun hætta hjá þýska úrvalsdeildarfélaginu Borussia Dortmund eftir tímabilið en þar hefur hann starfað í akademíu félagsins.

Addo starfaði í stutta stund sem landsliðsþjálfari Gana árið 2022 og stýrði liðinu á HM í Katar en tekur núna alfarið við liðinu á löngum samningi.

„Það eru mikil forréttindi sem fylgja því að fá að taka við landsliðinu mínu," segir Addo.

Addo spilaði allan sinn leikmannaferil í Þýskalandi en hann spilaði 15 A-landsleiki fyrir Gana. Hann hefur þjálfað hjá Dortmund frá 2020 en fer núna í nýtt verkefni.
Athugasemdir
banner
banner