Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Hilal óstöðvandi - Kanté lagði upp fyrir Jota
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Twitter
Al-Hilal er óstöðvandi á toppi sádi-arabísku deildarinnar og vann liðið 2-1 sigur gegn Damac í kvöld.

Salem Al Dawsari og Michael skoruðu mörkin í 2-1 sigri, þar sem verðskuldað sigurmark heimamanna í Al-Hilal kom ekki fyrr en í uppbótartíma.

Yassine Bounou, Kalidou Koulibaly, Rúben Neves, Sergej Milinkovic-Savic, Malcom og Aleksandar Mitrovic voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Hilal í dag, en liðið er með tólf stiga forystu á toppi deildarinnar þegar tíu umferðir eru eftir. Stjörnum prýtt lið Al-Hilal er með 22 sigra og 2 jafntefli í 24 leikjum það sem af er deildartímabilsins.

N'Golo Kanté gaf þá stoðsendingu á Jota í 2-4 sigri Al-Ittihad á útivelli gegn Al-Fateh, þar sem Abderrazak Hamdallah skoraði tvennu í sigrinum. Ahmed Hegazy og Luiz Felipe voru einnig í byrjunarliði Al-Ittihad, en aðrir stjörnuleikmenn voru fjarri góðu gamni.

Ríkjandi meistarar í Al-Ittihad eru fjórum stigum frá meistaradeildarsæti eftir þennan sigur gegn sterkum andstæðingum, þar sem Jason Denayer, Lucas Zelarayan og Cristian Tello voru meðal byrjunarliðsmanna hjá Al-Fateh.

Í tyrkneska boltanum var Milot Rashica, fyrrum framherji Norwich, skúrkurinn í tapi Besiktas á heimavelli þar sem hann klúðraði vítaspyrnu á 101. mínútu, en Daniel Amartey, Gedson Fernandes og Vincent Aboubakar komu einnig við sögu í tapliði Besiktas auk Joe Worrall. Þá var Ante Rebic ónotaður varamaður.

Besiktas er í fjórða sæti eftir þriðja tapleikinn sinn í röð, en liðið er í harðri baráttu við Trabzonspor og Kasimpasa um þriðja sæti deildarinnar.

Portúgalska goðsögnin Nani skoraði þá í 4-1 sigri Adana Demirspor en Mario Balotelli var í leikbanni vegna uppsafnaðra gulra spjalda.

Al-Hilal 2 - 1 Damac
1-0 S. Al-Dawsari ('79)
1-1 D. Antolic ('86)
2-1 Michael ('93)
Rautt spjald: D. Al-Anazi, Damac ('88)

Al-Fateh 2 - 4 Al-Ittihad
1-0 S. Al-Najdi ('6)
1-1 Abderrazak Hamdallah ('39, víti)
1-2 Jota ('45+4)
1-3 A. Al-Ghamdi ('64)
2-3 S. Al-Sharfa ('66)
2-4 Abderrazak Hamdallah ('74)
Rautt spjald: M. Olayan, Al-Ittihad ('77)

Besiktas 1 - 2 Antalyaspor

Adana Demirspor 4 - 1 Sivasspor

Athugasemdir
banner
banner
banner