Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 19:59
Ívan Guðjón Baldursson
Ásdís Karen byrjar með látum - Leuven rústaði undanúrslitaleiknum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ásdís Karen Halldórsdóttir var í byrjunarliði Lilleström sem tók á móti Brann í fyrstu umferð nýs tímabils í efstu deild kvenna í Noregi.

Ásdís spilaði þar sinn fyrsta deildarleik fyrir Lilleström og fór gríðarlega vel af stað, þar sem það tók hana ekki nema tæplega þrjár mínútur að skora sitt fyrsta mark í nýrri deild.

Hún lagði svo upp næstu tvö mörk og fór því af stað með látum í Noregi.

Lilleström stóð uppi sem sigurvegari að lokum, 4-2, en Natasha Moraa Anasi var ónotaður varamaður í liði Brann sem gerði frábæra hluti í Meistaradeild Evrópu í vetur.

Málfríður Anna Eiríksdottir lék þá allan leikinn í liði B93 sem gerði 1-1 jafntefli við Odense í umspilskeppni um sæti í efstu deild danska boltans.

Málfríður var að spila sinn annan leik fyrir B93, sem tekur þátt í sex liða umspilsriðli þar sem aðeins tvö lið fá sæti í efstu deild fyrir næstu leiktíð.

OH Leuven rúllaði þá yfir Waregem í undanúrslitaleik belgíska bikarsins og mætir Club Brugge í úrslitum. Diljá Ýr Zomers er partur af leikmannahópi Leuven sem er einnig í titilbaráttu í efstu deild.

Að lokum var Alexandra Jóhannsdóttir í byrjunarliði Fiorentina í 1-0 tapi á útivelli gegn Sassuolo í ítalska boltanum. Alexandra spilaði fyrstu 62 mínútur leiksins en staðan var markalaus allt þar til í uppbótartíma.

Þetta er slæmt tap fyrir Fiorentina sem er fjórum stigum frá Juventus í meistaradeildarsæti. Alexandra og stöllur eru í þriðja sæti, tíu stigum fyrir ofan Sassuolo sem situr í fjórða.

Lilleström 4 - 2 Brann
1-0 Ásdís Karen Halldórsdóttir ('3)
2-0 E. Woldvik ('26)
2-1 C. Kvamme ('53)
2-2 R. Engesvik ('56)
3-2 E. Peuhkurinen ('59)
4-2 T. Erikstein ('89)

B93 1 - 1 OB

Waregem 0 - 7 OH Leuven

Sassuolo 1 - 0 Fiorentina

Athugasemdir
banner
banner