Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 10:20
Aksentije Milisic
Man City reynir að fá Bruno Guimaraes - Musiala til Liverpool?
Powerade
Til Man City?
Til Man City?
Mynd: EPA
Musiala í leik í Meistaradeild Evrópu.
Musiala í leik í Meistaradeild Evrópu.
Mynd: Getty Images
Brahim Diaz og Bellingham fagna.
Brahim Diaz og Bellingham fagna.
Mynd: EPA
Sancho er mikið á milli tannanna á fólki.
Sancho er mikið á milli tannanna á fólki.
Mynd: EPA

Guimaraes, Musiala, Marmoush, Diaz, Savio, Ferguson og fleiri góðir eru í slúðurpakkanum þennan laugardaginn. BBC tók saman.
_____________________


Manchester City hefur sett sig í samband við Newcastle United varðandi möguleg kaup á miðjumanninum Bruno Guimaraes (26) í sumar. (Football Insider)

Liverpool vill bjóða í Jamal Musiala, 21 árs leikmann Bayern Munchen en þýska liðið er sagt vilja fá um 100 milljónir punda fyrir kauða. (Football Insider)

Þá hefur Omar Marmoush verið orðaður við Liverpool en hann er 25 ára sóknarmaður sem spilar með Eintracht Frankfurt. Omar er frá Egyptalandi. (Bild)

Arsenal er að undirbúa tilboð í leikmann Real Madrid, Brahim Diaz. Arsenal er til í að borga um 60 milljónir punda fyrir þennan 24 ára gamla leikmann en Diaz tók sú ákvörðun á dögunum um að spila með landsliði Marokkó. (Football365)

Chelsea hefur áhuga á 18 ára gömlum leikmanni Lille í Frakklandi, Leny Yoro. Hann er miðvörður en PSG og Real Madrid hafa einnig áhuga. (Standard)

Manchester City hefur náð samkomulagi um að fá hinn 19 ára gamla Savio í sumar frá Troyes. Savio er vængmaður en hann er hjá Girona á láni frá Troyes þessa stundina. (Football Insider)

Brentford og Aston Villa fylgjast bæði með Lewis Ferguson en hann hefur staðið sig vel í treyju Bologna á Ítalíu. Ferguson er frá Skotlandi og er 24 ára. (TeamTalk)

Fulham er að undirbúa nýjan samning fyrir hinn 26 ára gamla Tosin Adarabioyo. (Mail)

Leeds United er reiðubúið í að hlusta á tilboð í Jack Harrison en þessi 27 ára gamli Englendingur er á láni hjá Everton. (Football Insider)

Þýska landsliðið vill fá Jurgen Klopp til að taka við liðinu þegar hann hættir með Liverpool. (Football Transfers)

Framtíð Erik ten Hag hjá Manchester United er í óvissu og það er hún líka hjá aðstoðarmönnum hans en þeir vita ekki hvað gerist að tímabili loknu. (Mail)

Manchester United vill fá 40-50 milljónir punda fyrir Jadon Sancho en hann er nú á láni hjá Borussia Dortmund. (Football Insider)

Manchester United mun fá tíu milljónir punda í sekt á hverju tímabili sem liðinu mistekst að komast í Meistaradeild Evrópu. Þannig hljómar nýji treyjusamningur liðsins við Adidas. (Times)

Reading er í viðræður við Norður Amerískt fyrirtæki varðandi kaup á félaginu. (SkySports)

Wolves er að klára kaup á Matheus Mane en hann er 16 ára miðjumaður Rochdale. Mane fer í akademíuna hjá Wolves. (Fabrizio Romano)

Napoli er að fara hitta teymið hans Khvicha Kvaratskhelia en félagið vill gera nýjan og betri samning við þennan 23 ára gamla vængmann. (Calciomercato)


Athugasemdir
banner
banner