Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 20:45
Ívan Guðjón Baldursson
Suárez skoraði tvennu í fjarveru Messi - Rafinha í stuði
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var ekki í leikmannahópi Inter Miami í dag vegna meiðsla en liðsfélögum hans tókst þó að sigra á útivelli gegn DC United.

Heimamenn tóku forystuna í Washington en Leonardo Campana jafnaði og var staðan 1-1 í leikhlé.

Luis Suárez byrjaði á bekknum en fékk að spreyta sig á 62. mínútu og átti eftir að hafa úrslitaáhrif á leikinn, þar sem hann skoraði tvennu í seinni hálfleik eftir stoðsendingar frá Campana og Diego Gomez.

Jordi Alba kom einnig inn af bekknum og urðu lokatölurnar 1-3 fyrir Inter, sem er með tíu stig eftir fimm fyrstu umferðir MLS deildartímabilsins.

Úrvalsdeildarleikmennirnir fyrrverandi Mateusz Klich og Christian Benteke voru í tapliði DC United.

Róbert Orri Þorkelsson var þá fjarverandi vegna meiðsla í 4-3 tapleik Montreal CF á útivelli gegn Chicago Fire. Montreal var tveimur mörkum yfir á 80. mínútu en heimamönnum í Chicago tókst að skora þrjú mörk á lokakaflanum til að ná í ótrúlegan endurkomusigur.

Rafinha átti þá stoðsendingu í 1-1 jafntefli Al-Arabi í efstu deild katarska boltans, en Marco Verratti var ekki í hóp vegna meiðsla.

Rafinha hefur verið öflugur að undanförnu og er kominn með sex mörk og þrjár stoðsendingar í síðustu tíu deildarleikjum sínum, á meðan Al-Arabi siglir lygnan sjó í efri hluta efstu deildar.

DC United 1 - 3 Inter Miami
1-0 Jared Stroud ('14)
1-1 Leonardo Campana ('24)
1-2 Luis Suarez ('72)
1-3 Luis Suarez ('85)

Chicago Fire 4 - 3 Montreal

Al-Ahli Doha 1 - 1 Al-Arabi

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner