Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 18:47
Brynjar Ingi Erluson
Hörður og Sverrir komnir með nýjan þjálfara
Rui Vitoria
Rui Vitoria
Mynd: EPA
Gríska félagið Panathinaikos hefur ráðið portúgalska þjálfarann Rui Vitoria til starfa en hann tekur við af Diego Alonso sem var látinn taka poka sinn á dögunum.

Alonso var rekinn eftir að hafa náð í aðeins þrjá sigra úr fyrstu níu deildarleikjum Panathinaikos og var félagið ekki lengi að finna arftaka hans.

Það hefur ráðið portúgalska þjálfarann Rui Vitoria en ráðning hans var staðfest með tilkynningu í dag.

Rui Vitoria er með þokkalega ferilskrá. Hann var síðast að þjálfa egypska landsliðið en áður var hann með Benfica, Spartak Moskvu, Al Nassr og Vitoria de Guimaraes.

Hann vann portúgölsku deildina tvisvar sem þjálfari Benfica og var valinn þjálfari ársins bæði tímabilin.

Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason eru báðir á mála hjá Panathinaikos sem er í 8. sæti grísku deildarinnar með 13 stig.
Athugasemdir
banner
banner