Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
banner
   mið 30. október 2024 20:35
Brynjar Ingi Erluson
Kvöddu Baldock í hinsta sinn - Hörður og Sverrir viðstaddir jarðarförina
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fyrrum fótboltamaðurinn George Baldock var jarðsunginn í dag en útförin fór fram í Milton Keynes á Englandi.

Baldock, sem var aðeins 31 árs gamall, fannst látinn á heimili sínu í Aþenu 9. október síðastliðinn.

Samkvæmt myndefni úr öryggismyndavélum sem staðsettar voru í húsnæðinu var hann að taka sundspretti í sundlauginni, eins og hann var vanur að gera, áður en hann skyndilega stoppaði og sökk á botninn.

Englendingurinn var á mála hjá Panathinaikos en hafði áður spilað með Sheffield United, MK Dons og þá spilaði hann hluta sumars 2012 með ÍBV, þá á láni frá MK Dons.

Margir fyrrum liðsfélagar mættu til að kveðja Baldock í hinsta sinn í dag. Leikmenn Sheffield United voru mættir ásamt Chris Wilder, stjóra félagsins. Þá var Dele Alli, æskuvinur Baldock, mættur, en þeir léku saman hjá MK Dons.

Gríska félagið Panathinaikos flaug þá leikmönnum til Englands í morgun. Landsliðsmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Sverrir Ingi Ingason voru báðir viðstaddir til að kveðja Baldock í hinsta sinn.




Athugasemdir
banner
banner