Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
   fim 31. október 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vill að Willum fái eilífðarsamning eftir frábæra byrjun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson hefur farið mjög vel af stað með liði Birmingham á Englandi. Willum var keyptur frá Go Ahead Eagles og á að vera eitt af púslunum sem á að hjálpa liðinu upp um deild í vetur.

Willum er 26 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem skrifaði undir samning fram á sumarið 2028 þegar hann gekk í raðir Birmingham. Félagið ætlar sé upp úr C-deildinni í vetur og ætlar sér að gera alvöru hluti í Championship deildinni á næstu árum.

Hann hefur komið við sögu í 14 leikjum með Birmingham á tímabilinu, byrjað tólf leiki í öllum keppnum og komið með beinum hættum að tíu mörkum; skorað fjögur mörk og lagt upp sex.

Hann lék sinn fyrsta leik í neðri deilda bikarnum á þriðjudag, lék fyrsta klukkutímann í stórsigri gegn U21 liði Fulham og lagði upp þrjú mörk. Birmingham er á toppnum í deildinni og er komið í 32-liða úrslitin í neðri deilda bikarnum.

Stuðningsmenn Birmingham eru mjög ánægðir með Willum og einn ofurstuðningsmaður Willums vill sjá Birmingham gera eilífðarsamning við íslenska landsliðsmanninn.








Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Cardiff City 13 8 2 3 21 11 +10 26
2 Stevenage 12 8 2 2 18 10 +8 26
3 Bradford 13 7 5 1 23 16 +7 26
4 Stockport 13 7 4 2 19 14 +5 25
5 Wimbledon 14 8 1 5 19 15 +4 25
6 Lincoln City 13 7 3 3 18 11 +7 24
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Bolton 14 6 5 3 19 15 +4 23
8 Mansfield Town 13 5 4 4 19 15 +4 19
9 Huddersfield 13 6 1 6 18 18 0 19
10 Luton 13 6 1 6 15 15 0 19
11 Barnsley 12 5 3 4 18 17 +1 18
12 Doncaster Rovers 14 5 3 6 13 19 -6 18
13 Wigan 14 4 5 5 17 18 -1 17
14 Leyton Orient 14 5 2 7 21 23 -2 17
15 Rotherham 13 5 2 6 13 16 -3 17
16 Northampton 14 5 2 7 10 13 -3 17
17 Wycombe 14 4 4 6 18 16 +2 16
18 Exeter 14 5 1 8 14 14 0 16
19 Reading 14 3 6 5 15 19 -4 15
20 Burton 13 4 3 6 11 16 -5 15
21 Port Vale 13 3 4 6 11 12 -1 13
22 Plymouth 13 4 1 8 17 23 -6 13
23 Blackpool 14 3 3 8 13 22 -9 12
24 Peterboro 13 3 1 9 10 22 -12 10
Athugasemdir
banner
banner