Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
banner
   fim 31. október 2024 10:47
Elvar Geir Magnússon
Amorim tekur við Man Utd í landsleikjaglugganum
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim mun taka við sem stjóri Manchester United í landsleikjaglugganum í nóvember en hann hefur samþykkt samning við enska stórliðið til 2027.

Landsleikjaglugginn hefst þann 11. nóvember.

United borgar 10 milljónir evra (8,3 milljónir punda) riftunarákvæði til að fá Amorim og eina milljón evra að auki til að stytta uppsagnarákvæði hans.

Amorim mun stýra Sporting Lissabon í næstu þremur leikjum, þar á meðal leik gegn Manchester City í Meistaradeildinni á þriðjudag. Hans fyrsti leikur verður útileikur gegn Ipswich 24. nóvember.

Ruud van Nistelrooy heldur áfram sem bráðabirgðastjóri United í næstu þremur leikjum; gegn Chelsea á sunnudag, PAOK næsta fimmtudag og Leicester þann 10. nóvember. Allir leikirnir verða á Old Trafford.

Amorim vildi ekki þrýsta á að hætta strax hjá Sporting, af virðingu við félagið, en fastlega er gert ráð fyrir því að Joao Pereira, þjálfari varaliðs félagsins, taki við af honum.

Búist er við því að Amorim muni taka fimm meðlimi úr teymi sínu hjá Sporting með sér; þjálfarana Emanuel Ferro, Adélio Candido og Carlos Fernandes, markvarðaþjálfarann Jorge Vital og íþróttafræðinginn Paulo Barreira. Omar Berrada framkvæmdastjóri Manchester United og Dan Ashworth, yfirmaður fótboltamála, hafa verið í Lissabon í viðræðum við forráðamenn Sporting.

Van Nistelrooy hefur sagst tilbúinn að starfa áfram hjá United eftir komu Amorim verði þess óskað.
Athugasemdir
banner
banner