Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 21:58
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Tvö rauð og sex mörk í Como - Kómískt sigurmark Roma
Paulo Dybala skoraði eina mark Roma
Paulo Dybala skoraði eina mark Roma
Mynd: EPA
Nuno Tavares lagði upp áttunda mark sitt á tímabilinu og fékk síðan rautt
Nuno Tavares lagði upp áttunda mark sitt á tímabilinu og fékk síðan rautt
Mynd: EPA
Nágrannafélögin Lazio og Roma unnu bæði leiki sína í Seriu A á Ítalíu í kvöld.

Argentínski sóknarmaðurinn Paulo Dybala skoraði eina mark Roma í 1-0 sigrinum á Torino.

Markið var klaufalegt í alla staði. Leikmenn Torino voru í vandræðum með að spila út úr vörninni og var það Karol Linetty sem átti hræðilega sendingu til baka sem Dybala komst inn í áður en hann kom sér framhjá Vanja Milinkovic-Savic, markverði Torino.

Skotið hjá Dybala var laust í átt að opnu marki og virtist Adam Masina ætla að ná að hreinsa boltann frá, en fleygði sér á boltann í einhverjum klaufaskap og boltinn í netið.

Dybala gat vel skorað tvö eða þrjú til viðbótar í leiknum en fór illa með ágætis færi. Gestirnir í Torino fengu líka tækifæri til að skora en Mile Svilar var að eiga góðan dag í markinu.

Roma er í 10. sæti með 13 stig en Torino í sætinu fyrir ofan með 14 stig.

Nágrannar Roma í Lazio unnu 5-1 útisigur á nýliðum Como.

Lazio fór með 2-0 forystu inn í hálfleikinn þökk sé mörkum frá Valentin Castellanos og Pedro.

Luca Mazzitelli kom Como inn í leikinn með marki á 53. mínútu en tæpum níu mínútum síðar var Matthias Braunoder rekinn af velli í liði heimamanna.

Nuno Tavares, sem er á láni hjá Lazio frá Arsenal, lagði upp áttunda mark sitt í deildinni í þessum leik, en var síðan rekinn af velli með sitt annað gula á 65. mínútu.

Sem betur fer fyrir hann kom það ekki að sök því þeir Patric, Castellanos og Loum Tchaouna gerðu þrjú mörk á síðustu tuttugu mínútum og gulltryggði sigurinn.

Lazio er í 5. sæti með 19 stig en Como í 15. sæti með 9 stig.

Como 1 - 5 Lazio
0-1 Valentin Castellanos ('28 , víti)
0-2 Pedro ('31 )
1-2 Luca Mazzitelli ('53 )
1-3 Patric Gabarron ('72 )
1-4 Valentin Castellanos ('81 )
1-5 Loum Tchaouna ('90 )
Rautt spjald: ,Matthias Braunoder, Como ('62)Nuno Tavares, Lazio ('65)

Roma 1 - 0 Torino
1-0 Paulo Dybala ('20 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 15 11 1 3 38 17 +21 34
2 Napoli 15 10 2 3 21 10 +11 32
3 Inter 14 9 4 1 34 15 +19 31
4 Fiorentina 14 9 4 1 28 10 +18 31
5 Lazio 15 10 1 4 30 17 +13 31
6 Juventus 15 6 9 0 24 10 +14 27
7 Milan 14 6 4 4 24 16 +8 22
8 Bologna 14 5 7 2 20 18 +2 22
9 Udinese 15 6 2 7 18 22 -4 20
10 Empoli 16 4 7 5 14 16 -2 19
11 Torino 16 5 4 7 17 20 -3 19
12 Roma 15 4 4 7 18 21 -3 16
13 Parma 15 3 6 6 21 25 -4 15
14 Genoa 15 3 6 6 13 24 -11 15
15 Cagliari 15 3 5 7 15 25 -10 14
16 Lecce 15 3 4 8 8 26 -18 13
17 Como 15 2 6 7 16 28 -12 12
18 Verona 15 4 0 11 18 37 -19 12
19 Monza 15 1 7 7 13 19 -6 10
20 Venezia 15 2 3 10 13 27 -14 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner