Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
banner
   mið 30. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Van Nistelrooy stýrir Man Utd gegn Leicester - Fjögur stórlið á útivelli
Ruud van Nistelrooy verður á hliðarlínunni hjá United
Ruud van Nistelrooy verður á hliðarlínunni hjá United
Mynd: EPA
Sextán liða úrslit enska deildabikarsins klárast í kvöld með sex leikjum en fjögur stórlið spila á útivelli.

Liverpool heimsækir Brigton á AMEX-leikvanginn klukkan 19:30 og þá hefjast fjórir leikir aðeins fimmtán mínútum síðar.

Aston Villa tekur á móti Crystal Palace á meðan Manchester United spila við Leicester á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy mun stýra United í leiknu, en hann þjálfar liðið til bráðabirgða þangað til Ruben Amorim mætir á svæðið.

Chelsea heimsækir þá Newcastle United og þá mun Stefán Teitur Þórðarson og hans menn í Preston mæta Arsenal. Tottenham og Manchester City mætast í stærsta leik umferðarinnar klukkan 20:15.

Leikir dagsins:
19:30 Brighton - Liverpool
19:45 Aston Villa - Crystal Palace
19:45 Man Utd - Leicester
19:45 Newcastle - Chelsea
19:45 Preston NE - Arsenal
20:15 Tottenham - Man City
Athugasemdir
banner
banner
banner