Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 12:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvorki ÍA né KR kannast við tilboð í Alex Þór
Alex Þór Hauksson.
Alex Þór Hauksson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hvorki Skagamenn né KR-ingar kannast við að tilboð hafi verið samþykkt í miðjumanninn Alex Þór Hauksson.

Kristján Óli Sigurðsson úr Þungavigtinni sagði frá því að KR hefði samþykkt 2 milljón króna tilboð frá ÍA í Alex Þór, en Fótbolti.net sagði frá því um síðustu helgi að Skagamenn hefðu áhuga á Alex sem og Axel Óskari Andréssyni, varnarmanni KR.

Fulltrúar félaganna kannast hins vegar ekkert við það að tilboð hafi borist, eða það verið samþykkt. Það sé ekkert í gangi á þessum tímapunkti.

„Við höfum ekki gert tilboð í neinn leikmann. Það eru nöfn rædd á fundum, en ekkert djúpt í vinnslu. Það að við höfum gert tilboð eða fengið það samþykkt, það er bara vitleysa," sagði Eggert Ingólfur Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, við Fótbolta.net í dag.

Alex Þór er þó mögulega á förum frá KR, og það sama má segja um Axel Óskar. Báðir komu þeir heim úr atvinnumennsku og gengu í raðir KR fyrir þetta tímabil en fengu talsverða gagnrýni, sérstaklega þegar illa gekk hjá Versturbæingum fyrir ráðninguna á Óskari Hrafni Þorvaldssyni.
Athugasemdir
banner
banner
banner