Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá ekki fyrir sér að lífið hjá Mbappe myndi fara svona
Kylian Mbappé.
Kylian Mbappé.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kylian Mbappe, leikmaður Real Madrid, er að verða 26 ára gamall í desember en hann hefur aldrei verið kjörinn besti fótboltamaður í heimi.

Þegar Lionel Messi var á sama aldri, þá var hann búinn að vinna Ballon d'Or fjórum sinnum.

Vincent Duluc, pistlahöfundur L'Equipe, vekur athygli á þessu en hann telur að það hljóti að vera áhyggjuefni fyrir Mbappe. Ferill hans hafi verið svo spennandi fyrir nokkrum árum en Mbappe hafi ekki náð þeim hæðum sem hann hafi vonast eftir.

„Fyrirliði franska landsliðsins þarf fljótlega að spyrja sig að því hvort að hann muni nokkurn tímann vinna Ballon d'Or," skrifar Duluc.

„Við bjuggumst ekki við því að lífa hans myndi fara svona; við bjuggumst við honum sem stormsveipi."

Mbappe gekk í raðir Real Madrid í sumar en hann hefur farið hægt af stað þar ef horft er í hans mælikvarða. Hann hefur fallið í skuggann á liðsfélaga sínum, Vinicius Junior.
Athugasemdir
banner
banner
banner