fim 31. október 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía í dag - Alberts-slagurinn í Genoa
Albert Guðmundsson-slagurinn fer fram í Seríu A á Ítalíu dag er Genoa og Fiorentina eigast við í Genoa.

Albert var stórkostlegur með Genoa á síðustu leiktíð sem skilaði honum félagaskiptum til Fiorentina í sumarglugganum.

Fiorentina borgaði Genoa 8 milljónir evra fyrir að fá hann á láni og er þá skylt að kaupa hann fyrir 17 milljónir evra á næsta ári, ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Albert verður þó fjarri góðu gamni í Alberts-slagnum, en hann er að glíma við meiðsli og verður ekki klár fyrr en um miðjan nóvember.

Roma mætir Torino í Róm á meðan nýliðar Como taka á móti Lazio.

Leikir dagsins:
17:30 Genoa - Fiorentina
19:45 Como - Lazio
19:45 Roma - Torino
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 9 7 0 2 16 8 +8 21
2 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
3 Inter 9 6 0 3 22 11 +11 18
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Como 9 4 4 1 12 6 +6 16
6 Bologna 9 4 3 2 13 7 +6 15
7 Juventus 9 4 3 2 12 9 +3 15
8 Cremonese 9 3 5 1 11 10 +1 14
9 Atalanta 9 2 7 0 13 7 +6 13
10 Udinese 9 3 3 3 11 15 -4 12
11 Torino 9 3 3 3 8 14 -6 12
12 Lazio 8 3 2 3 11 7 +4 11
13 Sassuolo 8 3 1 4 8 9 -1 10
14 Cagliari 8 2 3 3 8 10 -2 9
15 Parma 9 1 4 4 4 9 -5 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Verona 9 0 5 4 5 14 -9 5
18 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
19 Fiorentina 9 0 4 5 7 15 -8 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir