Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 30. október 2024 14:12
Elvar Geir Magnússon
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Benoný Breki Andrésson með gullskóinn.
Benoný Breki Andrésson með gullskóinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn ungi Benoný Breki Andrésson sló markametið fræga í efstu deild karla. Hann skoraði 21 mark, fleiri mörk á einu tímabili en nokkur annar hefur skorað.

Benoný mætti í H verslun í dag og tók á móti gullskónum og ræddi við Fótbolta.net í kjölfarið. Hann var spurður að því hvaða mark hefði verið hans uppáhalds í sumar?

„Ætli það hafi ekki verið fjórða markið á móti HK, markið sem bjó til markametið. Ég held að sú tilfinning hafi verið best," segir Benoný. Hvenær vissi hann að það væri alvöru möguleiki á metinu?

„Þegar voru þrír eða fjórir leikir eftir þá var það alltaf í huganum að ég ætlaði að ná þessu. Sérstaklega fyrir síðasta leikinn, þá var þetta alltaf í hausnum. Ég ætlaði að ná þessu markameti og er ánægður með að hafa gert það."

Allt stefnir í að Benoný fari út í atvinnumennskuna núna.

„Ætli ég fari ekki út. Það kemur í ljós á næstu dögum eða vikum. Það er ekkert 100% í þessu. Að öllum líkindum er ég á leið út. Það eru nokkrir kostir og ég verð bara að velja rétt. Þetta gæti skýrst hvenær sem er."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um tímabilið hjá KR, þegar hann spilaði með Orra Steini hjá Gróttu og hvaða leikmenn lögðu upp flest mörk fyrir sig í sumar.
Athugasemdir
banner