David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
   mið 30. október 2024 14:12
Elvar Geir Magnússon
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Benoný Breki Andrésson með gullskóinn.
Benoný Breki Andrésson með gullskóinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn ungi Benoný Breki Andrésson sló markametið fræga í efstu deild karla. Hann skoraði 21 mark, fleiri mörk á einu tímabili en nokkur annar hefur skorað.

Benoný mætti í H verslun í dag og tók á móti gullskónum og ræddi við Fótbolta.net í kjölfarið. Hann var spurður að því hvaða mark hefði verið hans uppáhalds í sumar?

„Ætli það hafi ekki verið fjórða markið á móti HK, markið sem bjó til markametið. Ég held að sú tilfinning hafi verið best," segir Benoný. Hvenær vissi hann að það væri alvöru möguleiki á metinu?

„Þegar voru þrír eða fjórir leikir eftir þá var það alltaf í huganum að ég ætlaði að ná þessu. Sérstaklega fyrir síðasta leikinn, þá var þetta alltaf í hausnum. Ég ætlaði að ná þessu markameti og er ánægður með að hafa gert það."

Allt stefnir í að Benoný fari út í atvinnumennskuna núna.

„Ætli ég fari ekki út. Það kemur í ljós á næstu dögum eða vikum. Það er ekkert 100% í þessu. Að öllum líkindum er ég á leið út. Það eru nokkrir kostir og ég verð bara að velja rétt. Þetta gæti skýrst hvenær sem er."

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. Þar talar hann meðal annars um tímabilið hjá KR, þegar hann spilaði með Orra Steini hjá Gróttu og hvaða leikmenn lögðu upp flest mörk fyrir sig í sumar.
Athugasemdir
banner
banner