Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru tíu reglur Hansi Flick hjá Barcelona
Hansi Flick.
Hansi Flick.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur leikið frábærlega á tímabilinu.
Barcelona hefur leikið frábærlega á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Raphinha, sem hefur verið stórkostlegur á tímabilinu, fagnar marki.
Raphinha, sem hefur verið stórkostlegur á tímabilinu, fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Flick tók við Barcelona síðasta sumar.
Flick tók við Barcelona síðasta sumar.
Mynd: EPA
Hansi Flick hefur farið frábærlega af stað með Barcelona. Liðið átti ótrúlega viku í síðustu viku; fyrst 4-1 sigur gegn Bayern München og svo 0-4 sigur gegn erkifjendunum í Real Madrid.

Börsungar sitja á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og hafa spilað frábæran fótbolta.

Flick tók við Börsungum síðasta sumar og hann hefur komið vel inn. Hann hefur komið inn með mikinn aga en samkvæmt spænska fjölmiðlinum AS þá hefur Flick sett leikmönnum tíu reglur sem þeir verða að fylgja.

1. Stundvísi er mikilvæg
Að vera mættur tímanlega er mikilvægt fyrir Flick. Hann vill fá leikmenn til starfa 90 mínútum áður en æfingar hefjast og er yfirleitt sá fyrsti sem kemur á svæðið. Leikmenn þurfa að vera komnir á Ciutat Esportiva æfingasvæðið í síðasta lagi klukkan 9:30 og eiga að fá sér morgunmat innan veggja félagsins.

2. Dagleg vigtun
Allir leikmenn eru vigtaðir á hverjum degi fyrir æfingu. Luis Enrique gerði það líka þegar hann var stjóri Barcelona. Hingað til hafa engin vandamál komið upp.

3. Leikmenn verða að borða í mötuneytinu
Leikmenn verða að borða í Ciutat Esportiva mötuneytinu með mat sem er útbúinn af Silvia Tremoleda, næringarfræðingi liðsins. Þetta er skylda og það eru engar undantekningar.

4. Virkjunaræfing á leikdegi
Leikmenn eiga nú upphitunartíma á leikdegi. Þetta var venja sem Xavi stöðvaði en eitthvað sem Flick telur að sé „nauðsynlegt“.

5. Leikdagshótelfundir
Leikmenn verða allir að mæta á hótel liðsins á leikdegi, jafnvel þó að leikurinn sé á heimavelli. Þetta er til að forðast vandamál á síðustu stundu með umferð eða önnur vandamál sem gætu komið upp.

6. Ekki lengur næturflug
Flick er mun varkárari þegar hann kemur til baka úr útileikjum. Liðið mun eyða nóttinni á hóteli ef leikurinn hefst klukkan 21:00 eða síðar eða ef flugtíminn er meira en 90 mínútur. Stjórinn vill að leikmenn hans hvíli sig eftir leiki og komi ekki þreyttir heim um miðja nótt.

7. Ákafar æfingar
Flick er þekktur fyrir að krefjast ákafa frá leikmönnum sínum og það er stór hluti á æfingum. Hann er mjög duglegur að skoða gögn úr GPS-mælum og sér þar hvort leikmenn séu að æfa af miklum krafti eða ekki.

8. Ekki fleiri sektir
Flick hefur hætt notkun sekta, sem Xavi notaði áður. Stjórinn telur leikmenn sína vera atvinnumenn og þeir séu vel meðvitaðir um það hvenær þeir hafa misstígið sig.

9. Orlofstakmarkanir
Leikmenn Barcelona munu ekki fá marga frídaga undir stjórn Flick þar sem Þjóðverjinn er ekki aðdáandi þess að vera í fríi. Aðalliðið fær venjulega einn frídag í viku, þó þjálfarinn noti landsleikjahlé til að bjóða aðeins meira frelsi.

10. Faglegt samband við leikmennina
Flick heldur faglegu sambandi við leikmenn sína sem byggir á „virðingu og skuldbindingu“. Hann er alltaf til taks fyrir leikmenn sína ef þeir þurfa að tala við hann, reynir að vera sanngjarn og mun ekki „þola truflun“.

Þessar reglur hafa hingað til virkað vel og leikmenn Barcelona virðast mjög ánægðir, og það sýnir sig inn á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner