Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Leið eins og ferillinn væri bara búinn af því ég væri að verða mamma"
'Ég upplifði eins og þau hafi verið að reyna láta mér líða það illa svo ég myndi vilja fara í heim. Mér leið hræðilega andlega á þessum tímapunkti og ofan í það var ég með ógeðslega mikla ógleði tengda óléttunni'
'Ég upplifði eins og þau hafi verið að reyna láta mér líða það illa svo ég myndi vilja fara í heim. Mér leið hræðilega andlega á þessum tímapunkti og ofan í það var ég með ógeðslega mikla ógleði tengda óléttunni'
Mynd: Basel
Hún er 28 ára varnarmaður sem hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari.
Hún er 28 ára varnarmaður sem hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'En ég átti orðið það erfitt á þessum tímapunkti að ég gat ekki hugsað mér að vera þarna áfram'
'En ég átti orðið það erfitt á þessum tímapunkti að ég gat ekki hugsað mér að vera þarna áfram'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mál Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon vakti mikla athygli.
Mál Söru Bjarkar Gunnarsdóttur gegn Lyon vakti mikla athygli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hún ætlar sér að spila á Íslandi á næsta tímabili.
Hún ætlar sér að spila á Íslandi á næsta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ég sagði frá byrjun að ég vildi vera hjá þeim, vildi fá hjálp frá þeim og koma til baka sem leikmaður Basel. Svo var þetta bara það erfitt og mér leið það hræðilega þarna.'
'Ég sagði frá byrjun að ég vildi vera hjá þeim, vildi fá hjálp frá þeim og koma til baka sem leikmaður Basel. Svo var þetta bara það erfitt og mér leið það hræðilega þarna.'
Mynd: Basel
Spilaði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með Breiðabliki, fór svo til Benfica, sneri heim í hálft tímabil og hélt svo til Sviss.
Spilaði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með Breiðabliki, fór svo til Benfica, sneri heim í hálft tímabil og hélt svo til Sviss.
Mynd: Anna Þonn - fotbolti.net
Heiðdís gekk í raðir Basel smemma árs 2023. Hún var samningsbundin félaginu út tímabilið 2024/25.
Heiðdís gekk í raðir Basel smemma árs 2023. Hún var samningsbundin félaginu út tímabilið 2024/25.
Mynd: Basel
'Þegar það kom í ljós að ég væri að yfirgefa klúbbinn voru þær í sjokki og vita í rauninni ekki ennþá hvað gekk á nema bara nánustu vinkonur mínar í hópnum'
'Þegar það kom í ljós að ég væri að yfirgefa klúbbinn voru þær í sjokki og vita í rauninni ekki ennþá hvað gekk á nema bara nánustu vinkonur mínar í hópnum'
Mynd: Basel
'Upplifunin, þangað til í lokin, var allan tímann frábær'
'Upplifunin, þangað til í lokin, var allan tímann frábær'
Mynd: Basel
Uppalin hjá Hetti, fór næst á Selfoss og svo til Breiðabliks áður en hún hélt erlendis í atvinnumennsku.
Uppalin hjá Hetti, fór næst á Selfoss og svo til Breiðabliks áður en hún hélt erlendis í atvinnumennsku.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Í ágúst eignaðist Heiðdís Lillýardóttir sitt fyrsta barn, dótturina Lillý Hjálmtýsdóttur. Heiðdís er nú að vinna að endurkomu á völlinn eftir tæplega árs fjarveru. Hún hafði ætlað sér að eignast barnið sem leikmaður Basel í Sviss en það gekk ekki eftir.

Heiðdís ræddi við Fótbolta.net og fór yfir hvað gekk á snemma á meðgöngunni og hvers vegna hún er í dag samningslaus, án félags. Heiðdís vildi stíga fram og vara aðra leikmenn við því að lenda ekki í sömu aðstæðum og hún.

„Ég veit í desember að ég er ólétt og tilkynni Basel það á ca. níundu viku. Félagið lofar öllu góðu, segjast vilja gera þetta rétt, sérstaklega því félagið var meðvitað um hvað gekk á með Söru Björk, og nefndu það að fyrra bragði. Ég var ógeðslega spennt með þeirra fyrstu viðbrögð," segir Heiðdís. Hennar plan var að snúa til baka á völlinn sem leikmaður Basel og voru fyrstu viðbrögð mjög góð. Henni var sagt að henni yrði hjálpað til baka á völlinn, hún átti eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við félagið. En fljótlega breyttist andrúmsloftið.

„Í sömu vikunni bönnuðu þeir mér að mæta á æfingu, og æfingar yfir höfuð, sögðu að þeir vildu ekki bera ábyrgð á neinu, væru hræddir og vissu ekki hvernig ætti að tækla stöðuna. Mér fannst þetta mjög skrítið því það er mjög auðvelt að kynna sér þetta allt og á þessum tímapunkti er fóstrið pínulítið, eins og fræ, maður getur alveg æft. Það er talað um að það sé hægt að æfa vel fram á tólftu viku, og svo fer framhaldið eftir því hvernig manni líður."

„Ég var ekki beint velkomin á æfingasvæðið nema til að horfa á. Ég átti gott samband við sjúkraþjálfara liðsins og bað þá um aðstoð varðandi æfingar sem ég gæti gert sjálf á öðrum stað, en þá urðu þeir frekar vandræðalegir og sögðu að stjórnin væri búin að banna þeim að hjálpa mér. Þá var þetta orðið skrítið."

„Ég upplifði eins og þau hafi verið að reyna láta mér líða það illa svo ég myndi vilja fara í heim. Mér leið hræðilega andlega á þessum tímapunkti og ofan í það var ég með ógeðslega mikla ógleði tengda óléttunni. Fyrir þetta hafði ég verið mjög ánægð þarna og sagði frá byrjun að ég vildi vera áfram á samning og koma til baka með Basel. En ég átti orðið það erfitt á þessum tímapunkti að ég gat ekki hugsað mér að vera þarna áfram."


Á þessum tímapunkti sagði umboðsmaður Heiðdísar við hana að Basel vildi kaupa hana út úr samningnum við félagið.

„Ég vildi gera þetta rétt og reyndi að kynna mér allt um þetta en treysti mínum umboðsmanni fyrir þessu."

„Ég vissi af alþjóðlegu leikmannasamtökunum, FIFPRO, en mér datt ekki í hug að ég mætti bara heyra í þeim, eftir á hyggja hefði ég alltaf átt að gera það. Umboðsmaðurinn fann hvað mér leið illa og hann var einbeittur á að reyna hvað hann gæti til að koma mér úr þessum aðstæðum og heim til Íslands eins fljótt og hægt væri."

„Staðan var orðin þannig að ég var komin með tilboð frá þeim um að kaupa mig út úr samningnum þar sem þeir buðu mun lægri upphæð en ég átti eftir af samning. Ég fékk þá tvo valmöguleika, annað hvort að samþykkja þá upphæð og fá að fara heim eða þá að ég myndi fá hærri upphæð en þyrfti að sjá um allt tengt meðgöngunni og fæðingunni sjálf úti í Sviss. Sú krafa var gerð að ég þyrfti að vera í Sviss en samt var ég ekki velkomin á æfingar eða í sjúkraþjálfun. Þá hefði ég búið í Sviss, ólétt og með ekkert til stefnu, án fjölskyldunnar minnar.”

„Þetta var því ekki spurning fyrir mig, ég vildi komast heim strax, vildi vera hjá mínu fólki."


Riftunarsamningurinn
Heiðdís samdi á endanum um að samningnum yrði rift. Þessu máli var þó langt því frá að vera lokið og nokkur loforð ekki fylgd sem hefði átt að hafa skriflegt.

„Ég skrifaði á endanum undir riftunarsamning við Basel. Það er margt í kringum það sem ég hefði viljað gera betur. Eitt af því tengist íbúð sem félagið útvegaði mér þegar ég skrifaði undir samning við félagið. Á fyrra tímabilinu var ég í íbúð með leikmanni, en samkvæmt samning var planið að ég myndi fá íbúð ein á seinna tímabilinu. Þegar ég kom svo að íbúðinni þá var hún bara tóm. Skilaboðin frá Basel voru þau að í samningnum mínum var ekki samið um húsgögn heldur stað til að sofa á (e. accommodation) sem þeir túlkuðu sem hita og rafmagn. Ég þurfti því að kaupa öll húsgögn frá teskeið upp í rúm.”

„Þegar ég er svo að skrifa undir riftunarsamninginn fer ég í að selja eitthvað af húsgögnunum, ég ætlaði að vera almennileg að selja leikmanninum sem tæki við íbúðinni allavega sjónvarpið og sófann, en þá sagði Basel við mig að félagið myndi sjá um að kaupa húsgögnin af mér. Það var samt ekki tekið fram í riftunarsamningnum, við vorum búin að semja um upphæð og mér sagt að það skipti ekki máli að það væri ekki skriflegt."

„Riftunarsamningurinn var ákveðin upphæð, svo var aukalega samið um upphæð fyrir sjónvarp og sófa og svo skuldaði félagið mér líka fyrir flugferðir á báðum tímabilunum. Uppgjörið á flugferðunum var skriflegt en ekki hluti af sjálfum riftunarsamningnum. Svo var líka búið að semja um ákveðna upphæð því ég myndi þurfa að borga sjálf fyrir sjúkraþjálfun og annað á Íslandi. Sá hluti var ekki skriflegur. Ég sé eftir því að hafa ekki fengið þetta allt skriflegt, en á þessum tímapunkti treysti ég þeim og umboðsmanninum mínum, þar sem reynslan mín af fólkinu var mjög góð frá því ég kom til félagsins."

„Ég átti að fá upphæðina sem samið var um í lok janúar. Ég bíð svo eftir þeim degi og hún kemur ekki á réttum tíma. Ég bíð og bíð og bíð og fæ svo helminginn borgaðan. Ég reyni að fá svör og umboðsmaðurinn minn ræðir við félagið. Þá koma svaka afsakanir frá félaginu. Þarna fór félagið í fyrsta sinn að tala um kostnað við einhverja sjúkratryggingu, leiguverð, þrif við íbúðina og internet, alls konar greiðslur. Þetta var bara bull."

„Í apríl fæ ég svo seinni greiðsluna frá þeim eftir mikla baráttu en sú greiðsla var hins vegar ekki restin heldur kom þá í ljós að sú upphæð innihélt húsgögnin, flugin og pening fyrir sjúkraþjálfun á Íslandi sem átti að vera auka greiðsla. Þá kom líka í ljós að þessi greiðsla var líka fyrir símareikning sem ég átti að hafa skuldað, sem var ekki rétt."

„Ég sem sagt keypti mér símkort og gerði tveggja ára samning við fyrirtækið. Það fyrirtæki er í samstarfi við Basel og ég fékk þau skilaboð frá fyrirtækinu að Basel þyrfti að segja upp samningnum. Ég vissi þegar ég keypti kortið að ég væri skuldbundin í tvö ár og þyrfti að greiða fyrir það. Ég var búin að tala við Basel áður en ég fór og fékk þau svör að þetta væri ekkert mál, félagið gæti rift þessum samningi. Svo fékk ég þau svör að það væri komið í gegn og ég gæti klippt símkortið. Ég gerði það og eyddi appinu í símanum mínum."

„Í apríl, þremur mánuðum seinna, kemur í ljós að þetta fór aldrei í gegn og greiðslan lenti á mér. Þetta var orðin svakaleg upphæð, fjórar mánaðagreiðslur og einhverjar sektir ofan á það. Félagið sem sagt vildi meina að það væri með seinni greiðslunni að gera upp þá skuld við símafyrirtækið, sem var til komin vegna þeirra mistaka.”


Langar að aðrir læri af því sem kom fyrir hana
Af hverju er Heiðdís að segja frá þessu?

„Mig langar ótrúlega mikið að aðrir leikmenn læri af þessu sem gerðist hjá mér. Það er ekkert grín að vera í þessari stöðu, miklu erfiðara en maður gerir sér grein fyrir. Bara það að fá ekki stuðning frá félaginu og að finna fyrir því að þau séu ekki að fara vera til staðar. Mig langar líka að félög taki ábyrgð og séu meðvituð um leiðarvísi FIFPRO þannig að mæðrum líði velkomnum og öruggum á meðgöngu og eftir fæðingu."

„Ég er búin að vera ein að standa í þessu öllu, ekki búin að semja við lið upp á næsta ár og það hefur verið erfitt að hafa ekki fengið neinn stuðning í kringum þetta. Mér finnst erfitt að hafa ekki fengið fjárhagslegan stuðning í þessu ferli og stuðning fyrir því að snúa aftur eftir fæðingu. Leið eins og ferillinn væri bara búinn af því ég væri að verða mamma.“

„Ég byrjaði að nefna þetta við fólk í kringum mig í sumar. Mér var bent á að ræða við Sif Atladóttur hjá leikmannasamtökunum sem hefur stutt mig mikið í þessu ferli.”

„Ég gæti farið í þennan slag en ég tel það á þessum tímapunkti ekki vera þess virði."

„Mig langar bara að vekja athygli fyrir barnshafandi leikmenn á að fylgja leiðarvísi FIFPRO og leita sér ráðgjafa og passa upp á hvað er skriflegt í samningamálum."

„Það var t.d. leiðinlegt smáatriði að fá tóma íbúð afhenta um kvöldmatarleytið og IKEA að loka eftir 40 mínútur, íbúðin tóm þar sem að ekki var skrifað nákvæmt í samning um húsgögn. Ömurleg staða."


Liðsfélagarnir í sjokki - Þjálfarinn minnkaði samskipti
Hvernig eru samskiptin við Basel eftir þessa seinni greiðslu frá félaginu?

„Maðurinn sem var að sjá um allt í kringum þetta mál hætti að svara mér, lét þetta í hendurnar á öðrum aðila, sem var ótrúlega erfitt fyrir þann aðila því ég var náttúrulega brjáluð út í stöðuna."

„Liðsfélagar mínir voru orðnar spenntar og sýndu mér stuðning. Það var haldinn einhver svaka fyrirlestur fyrir mig um að fjölskyldan væri að stækka og þær voru búnir að plana að vera með 'baby shower' seinna um veturinn. Þegar það kom í ljós að ég væri að yfirgefa klúbbinn voru þær í sjokki og vita í rauninni ekki ennþá hvað gekk á nema bara nánustu vinkonur mínar í hópnum."

„Þjálfarinn og aðstoðarþjálfarinn sendu mér hamingjuóskir þegar dóttir mín fæddist. Þjálfarinn virtist vera smá miður sín yfir þessu öllu saman þegar ég var að skrifa undir riftunarsamninginn, sagði hún eitthvað á þá leið að stundum snérust hlutirnir ekki bara um fótbolta."


Hvernig voru samskiptin við þjálfarann í tengslum við þetta allt?

„Samskiptin voru nefnilega góð, hún talaði um að Basel vildi gera þetta rétt, að vel yrði hugsað um mig og ég væri ein af fjölskyldunni. Svo þegar leið á þá hætti hún að vera í samskiptum við mig um þetta mál og þá var bara einn starfsmaður félagsins í samskiptum við mig um þetta. Ég fann á þeim tímapunkti að þjálfarinn var svolítið flóttaleg, vissi að þetta var ekki alveg eins og þetta átti að vera, en hún gerði samt ekkert í því. Hún var samt alltaf indæl við mig og mér finnst ég ekkert geta sett út á hana.“

Planað hjá Basel?
Varstu sátt við riftunarsamninginn, upphæðina sem félagið var tilbúið að greiða þér?

„Nei, ég var alls ekki sátt, þetta var ekki nálægt því að vera það sem ég hefði fengið samanlagt. Ég sagði frá byrjun að ég vildi vera hjá þeim, vildi fá hjálp frá þeim og koma til baka sem leikmaður Basel. Svo var þetta bara það erfitt og mér leið það hræðilega þarna. Ég held eftir á að hyggja að þetta hafi verið plan hjá þeim, að láta mér líða það illa þannig að ég myndi vilja fara, ég er eiginlega viss um það."

„Þegar ég hugsa um þetta skil ég ekki af hverju ég gerði þetta ekki betur en þetta er ótrúlega skrítið þegar maður er í þessari stöðu, maður getur eiginlega ekki hugsað skýrt. Líka þegar það er komið svona illa fram við mann, mér leið eiginlega eins og það væri verið að refsa mér fyrir að vera ólétt.“

   17.01.2023 16:27
Sara fékk hótanir frá Lyon: Þá á hún enga framtíð hjá félaginu

Í tilfelli Söru Bjarkar þá fékk hún ekki laun greidd frá Lyon á meðan hún var barnshafandi. Þannig málin tvö eru svolítið ólík.
   18.01.2023 10:46
Lyon var dæmt að borga Söru tæpar 13 milljónir - Sögulegur dómur

„FIFPRO eru núna komin með leiðbeiningar fyrir leikmenn sem eru óléttar, ég vildi óska þess að það hefði verið komið fyrr. Þar eru leiðbeiningar fyrir leikmenn á meðan meðgöngu stendur og svo eftir fæðingu. Ég er núna að fara eftir þeim leiðbeiningum í endurkomunni á völlinn. Eftir á að hyggja hefði ég, eins og ég nefndi í byrjun, átt að hafa samband við leikmannasamtökin í byrjun og gera þetta rétt."

Var ekki með lykilupplýsingar fyrir undirskrift
Áður en þetta kom upp, varstu ánægð hjá Basel?

„Ég var mjög ánægð, þetta var yndislegur tími og ég náði ótrúlega vel til stelpnanna í liðinu og starfsfólksins líka. Ég get ekkert sett út á þennan tíma í Basel .”

„Það er reyndar eitt sem leikmenn sem semja í Sviss ættu að vita. Ég vissi ekki þegar ég var að semja um laun að ég þyrfti að greiða sjúkratrygginguna sjálf. Sú upphæð er talsvert há og launin sem ég samdi um urðu því talsvert lægri en samið var um. Allir leikmennirnir i liðinu höfðu lent í því sama, engin vissi af þessu."

„Fyrra tímabilið mitt með Basel gekk mjög vel, ég spilaði alla leiki. Á seinna tímabilinu meiddist ég, kom nýr þjálfari og 16 nýir leikmenn og fékk minna að spila, en upplifunin, þangað til í lokin, var allan tímann frábær,"
segir Heiðdís.
Athugasemdir
banner