Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   mið 30. október 2024 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Juventus tapaði stigum gegn nýliðum Parma - Fjórir sigrar í röð hjá Atalanta
Weston McKennie skoraði fyrra mark Juventus
Weston McKennie skoraði fyrra mark Juventus
Mynd: EPA
Atalanta er á góðu skriði
Atalanta er á góðu skriði
Mynd: Getty Images
Thiago Motta og lærisveinar hans í Juventus töpuðu óvænt stigum er liðið gerði 2-2 jafntefli við nýliða Parma í Seríu A í kvöld.

Parma náði að stuða Juventus eftir aðeins þrjár mínútur. Parma tók stutt horn hægra megin á Adrian Bernebe. Hann kom með fyrirgjöfina á fjær á Botond Balogh sem stangaði hann til hliðar á Enrico Delprato sem skallaði boltann efst í vinstra hornið.

Weston McKennie jafnaði með góðum skalla úr teignum eftir hálftímaleik en Parma svaraði sjö mínútum síðar með marki Simon Sohm, sem skoraði með ágætu skoti úr teignum.

Juventus kom ákveðið inn í síðari hálfleikinn og jafnaði þegar aðeins þrjár mínútur voru liðnar af honum. Francisco Conceicao kom boltanum fyrir á Timothy Weah sem setti boltann í netið.

Parma fékk tvö dauðafæri til að skora og vinna leikinn. Gabriel Charpentier klúðraði þegar hann komst einn á móti Michele Di Gregorio og þá fór Pontus Almqvist illa með gott færi nokkrum mínútum síðar.

Delprato, sem skoraði fyrra mark Parma í leiknum, bjargaði þá á línu frá Kenan Yildiz í lokin. Lokatölur 2-2 á Allianz-leikvanginum.

Parma eflaust svekktara liðið enda fékk það svo sannarlega færin til þess að stela sigrinum.

Juventus er í 4. sæti með 18 stig en Parma í 14. sæti með 9 stig.

Atalanta vann fjórða leik sinn í röð er það lagði Monza að velli, 2-0, í Bergamó. Lazar Samardzic og Davide Zappacosta skoruðu mörk Atalanta á lokakafla leiksins.

Atalanta er í 3. sæti með 19 stig en Monza í 17. sæti með 8 stig.

Atalanta 2 - 0 Monza
1-0 Lazar Samardzic ('70 )
2-0 Davide Zappacosta ('88 )

Juventus 2 - 2 Parma
0-1 Enrico Del Prato ('3 )
1-1 Weston McKennie ('31 )
1-2 Simon Sohm ('38 )
2-2 Tim Weah ('49 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 11 8 1 2 18 8 +10 25
2 Inter 11 7 3 1 25 13 +12 24
3 Atalanta 11 7 1 3 29 14 +15 22
4 Fiorentina 11 6 4 1 22 9 +13 22
5 Lazio 11 7 1 3 24 14 +10 22
6 Juventus 11 5 6 0 19 7 +12 21
7 Milan 10 5 2 3 17 11 +6 17
8 Udinese 11 5 1 5 14 16 -2 16
9 Bologna 10 3 6 1 12 11 +1 15
10 Torino 11 4 2 5 15 16 -1 14
11 Empoli 11 3 5 3 8 9 -1 14
12 Roma 11 3 4 4 12 14 -2 13
13 Verona 11 4 0 7 16 24 -8 12
14 Parma 11 1 6 4 14 17 -3 9
15 Como 11 2 3 6 12 22 -10 9
16 Cagliari 11 2 3 6 9 19 -10 9
17 Genoa 11 2 3 6 8 21 -13 9
18 Monza 11 1 5 5 10 14 -4 8
19 Venezia 11 2 2 7 10 19 -9 8
20 Lecce 11 2 2 7 4 20 -16 8
Athugasemdir
banner
banner
banner