David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
banner
   þri 29. október 2024 22:37
Brynjar Ingi Erluson
Ómar Ingi hættur með HK (Staðfest)
Ómar Ingi Guðmundsson
Ómar Ingi Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild HK tilkynnti í kvöld að Ómar Ingi Guðmundsson væri hættur sem þjálfari meistaraflokks karla, en hann hefur ákveðið að róa á önnur mið.

Ómar Ingi tók við HK í maí fyrir tveimur árum eftir að Brynjar Björn Gunnarsson lét af störfum og fór til Örgryte í Svíþóð.

Áður hafði Ómar verið aðstoðarmaður Brynjars og þjálfað yngri flokka HK til margra ára.

Hann stýrði HK upp á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari og tókst síðan að halda liðinu uppi á síðasta ári.

Þetta fótboltasumar var erfitt hjá HK-ingum sem féllu í lokaumferð Bestu deildarinnar eftir 7-0 stórtap gegn KR.

Samningur Ómars var út þetta tímabil og bauð HK honum nýjan samning, en að sögn Ómars vildi hann róa á önnur mið.

Tilkynning HK:

„Fyrr í kvöld varð ljóst að Ómar Ingi Guðmundsson mun ekki halda áfram þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu, en samningur hans rann út eftir nýafstaðið tímabil. Unnið var að því að framlengja við hann en að eigin ósk ákvað hann að róa á önnur mið.

Stjórn knattspyrnudeildar þakkar Ómari Inga fyrir góðar stundir í Kórnum og ómetanlegt framlag til félagsins undanfarin ár. Ómar sem er svo sannarlega einn af dáðardrengjum HK hefur í gegnum árin unnið gífurlega gott starf og komið náið að uppgangi knattspyrnudeildar HK.

Við óskum Ómari velfarnaðar í komandi verkefnum og vonumst til að sjá hann áfram í einhverju hlutverki fyrir félagið næstu árin.
Leit er hafin að eftirmanni Ómars og mun stjórn deildarinnar vinna hart að því að fá inn þjálfara sem mun leiða áframhaldandi uppbyggingu og þróun liðsins með faglegum og metnaðarfullum hætti.“

Athugasemdir
banner
banner