Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 14:00
Elvar Geir Magnússon
Amorim: Málin skýrast eftir leikinn á morgun
Rúben Amorim.
Rúben Amorim.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim, verðandi stjóri Manchester United, segir að málin ættu að vera ljós eftir deildarleik Sporting Lissabon gegn Estrela annað kvöld.

Amorim sat fyrir svörum á fréttamannafundi í Portúgal í dag og var að sjálfsögðu spurður út í stöðuna varðandi Manchester United.

„Það eru viðræður í gangi milli félaganna. Þetta er ekki einfalt, jafnvel ekki þrátt fyrir riftunarákvæðið. Menn þurfa að ræða málin," segir Amorim.

„Málin ættu að verða skýr eftir leikinn á föstudaginn. Þá verður þetta komið í ljós. Ég lofa að tjá mig meira þá."

Ruud van Nistelrooy er bráðabirgðastjóri Manchester United og stýrði liðinu til sigurs gegn Leicester í deildabikarnum í gær. Hann stýrir United þar til United hefur fengið Amorim lausan.

Guardian segir Amorim hafa samþykkt samning við enska stórliðið til 2027. Það er þó talið að hann muni stýra Sporting í þremur næstu leikjum og taka við United í landsleikjaglugganum í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner