Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 31. október 2024 18:30
Elvar Geir Magnússon
Tottenham hyggst kaupa varnarmann vegna meiðslavandræða Van de Ven
FourFourTwo segir að Tottenham sé farið að horfa til þess að bæta við sig varnarmanni í janúar. Meiðsli Micky van de Ven og formið á Cristian Romero sé ástæða þess.

Báðir leikmenn urðu fyrir meiðslum á síðasta tímabili og virðist erfitt að treysta á miðvarðapar liðsins númer eitt.

„Ég hef áhyggjur af Tottenham varnarlega. Það vantar upp á breiddina varnarlega og því erfitt að dreifa álaginu," segir Mike Brown, fyrrum njósnari Tottenham.

„Þeir eru með fínt miðvarðapar í Romero og Van de Ven en þar á eftir vantar góða kosti. Ég heyri það að þeir vilji fá inn mann sem geti stigið inn þegar annar þeirra er frá."

Van de Ven hefur verið nokkuð mikið á meiðslalistanum hjá Tottenham og yfirgaf völlinn í tárum vegna meiðsla aftan í læri þegar Tottenham vann Manchester City í deildabikarnum í gær.

Van de Ven missti af tveimur mánuðum á síðasta tímabili vegna meiðsla aftan í læri, á svipuðum tímapunkti á tímabilinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner