Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir Aftureldingu vera að kaupa Kára en Þróttarar hafa ekkert heyrt
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football, segir frá því í þætti dagsins að Afturelding sé að reyna kaupa Kára Kristjánsson af Þrótti Reykjavík. Kári er uppalinn Þróttari, er tvítugur og átti mjög gott tímabil í Lengudeildinni í ár.

Frammistaða hans skilaði honum sæti í liði ársins í Lengjudeildinni. Fyrst var sagt frá áhuga Afutreldingar á Kára í íslenska slúðurpakkanum sem birtur var fyrr í þessum mánuði.

Kári, sem er sóknarsinnaður miðjumaður, skoraði ellefu mörk á tímabilinu með Þrótti sem endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar. Afturelding fór upp úr deildinni og verður í efstu deild í fyrsta sinn næsta sumar.

„Það hefur ekkert formlegt erindi borist, engin tilboð eða neitt slíkt sem ég veit um," segir Kristján Kristjánsson sem er formaður knattspyrnudeildar Þróttar. Hann er líka faðir Kára.

Kári er samningsbundinn Þrótti út tímabilið 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner