Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 20:49
Brynjar Ingi Erluson
Ranieri að snúa aftur í þjálfun?
Mynd: EPA
Ítalska goðsögnin Claudio Ranieri útilokar ekki að snúa aftur í þjálfun á næstunni, aðeins hálfu ári eftir að hafa lagt þjálfaragallann á hilluna.

Ranieri hætti þjálfun í maí eftir farsælan feril en hans stærsta afrek á ferlinum var líklega þegar hann vann ensku úrvalsdeildina óvænt með Leicester City árið 2016.

Hann þjálfaði fjölmörg stórlið á ferlinum og vann alls tíu titla áður en hann sesti í helgan stein, en hann er opinn fyrir því að snúa aftur í þjálfun.

„Ég skal viðurkenna það að ég er tilbúinn að koma mér aftur í þjálfun þó ég hafi þegar hafnað nokkrum tilboðum. Sjáum til hvort það kemur símtal frá einhverju landsliði,“ sagði Ranieri.

Ranieri hefur aðeins einu sinni stýrt landsliði en hann var þjálfari Grikklands í nokkra mánuði árið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner