Erik ten Hag var rekinn frá Manchester United á mánudaginn og varð þar með fyrsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili til að taka pokann sinn.
Í pistli Mirror er skoðað hver gæti verið næstur í röðinni og eru fimm stjórar sem eru sagðir vera í heitum sætum nú þegar fjórðungur deildarinnar er að baki.
Í pistli Mirror er skoðað hver gæti verið næstur í röðinni og eru fimm stjórar sem eru sagðir vera í heitum sætum nú þegar fjórðungur deildarinnar er að baki.
Gary O'Neil stjóri Wolves er einn af þremur stjórum sem hafa enn ekki fagnað sigri á tímabilinu. Liðið veitti Manchester City harða keppni en gengið er dapurt og ekki enn komið stig í hús á heimavelli.
Russell Martin stýrði Southampton upp í úrvalsdeildina en leikstíllinn sem virkaði vel í Championship-deildinni gengur illa á stóra sviðinu. Southampton hefur aðeins eitt stig, og það kom gegn Ipswich.
Oliver Glasner kom inn í deildina með hvelli á síðasta tímabili en flest hefur gengið á afturfótunum hjá Crystal Palace á þessu tímabili. Sigurinn á móti Tottenham um síðustu helgi létti þó verulega á pressunni á Glasner.
Julen Lopetegui tók við West Ham og væntingarnar voru gríðarlegar. Hann er með Evróputitil á ferilskránni og gerði vel hjá Úlfunum. Hamrarnir hafa ekki sýnt þá frammistöðu sem vonast var eftir en vann Manchester United síðasta sunnudag.
Kieran McKenna hjá Ipswich er líklega í öruggasta sætinu af þessum fimm, en er þó ekki ósnertanlegur. Hann á mikið í bankanum eftir að hafa komið liðinu óvænt upp í deild þeirra bestu. Það var vitað að þetta yrði erfitt tímabil fyrir liðið og fyrsti sigurinn er ekki kominn í hús, en jafnteflin hafa verið fjögur.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 10 | 8 | 1 | 1 | 18 | 3 | +15 | 25 |
| 2 | Man City | 10 | 6 | 1 | 3 | 20 | 8 | +12 | 19 |
| 3 | Liverpool | 10 | 6 | 0 | 4 | 18 | 14 | +4 | 18 |
| 4 | Sunderland | 10 | 5 | 3 | 2 | 12 | 8 | +4 | 18 |
| 5 | Bournemouth | 10 | 5 | 3 | 2 | 17 | 14 | +3 | 18 |
| 6 | Tottenham | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 8 | +9 | 17 |
| 7 | Chelsea | 10 | 5 | 2 | 3 | 18 | 11 | +7 | 17 |
| 8 | Man Utd | 10 | 5 | 2 | 3 | 17 | 16 | +1 | 17 |
| 9 | Crystal Palace | 10 | 4 | 4 | 2 | 14 | 9 | +5 | 16 |
| 10 | Brighton | 10 | 4 | 3 | 3 | 17 | 15 | +2 | 15 |
| 11 | Aston Villa | 10 | 4 | 3 | 3 | 9 | 10 | -1 | 15 |
| 12 | Brentford | 10 | 4 | 1 | 5 | 14 | 16 | -2 | 13 |
| 13 | Newcastle | 10 | 3 | 3 | 4 | 10 | 11 | -1 | 12 |
| 14 | Everton | 10 | 3 | 3 | 4 | 10 | 13 | -3 | 12 |
| 15 | Fulham | 10 | 3 | 2 | 5 | 12 | 14 | -2 | 11 |
| 16 | Leeds | 10 | 3 | 2 | 5 | 9 | 17 | -8 | 11 |
| 17 | Burnley | 10 | 3 | 1 | 6 | 12 | 19 | -7 | 10 |
| 18 | West Ham | 10 | 2 | 1 | 7 | 10 | 21 | -11 | 7 |
| 19 | Nott. Forest | 10 | 1 | 3 | 6 | 7 | 19 | -12 | 6 |
| 20 | Wolves | 10 | 0 | 2 | 8 | 7 | 22 | -15 | 2 |
Athugasemdir


