Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Gula Spjaldið 
Nefnir þriðja úrvalsdeildarfélagið sem hefur áhuga á Hákoni - Seldur í glugganum?
Hákon á Wembley.
Hákon á Wembley.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meiddist á landsliðsæfingu í september.
Meiddist á landsliðsæfingu í september.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur verið orðaður við Crystal Palace og Tottenham í slúðurmiðlum að undanförnu. Hákon, sem er leikmaður Lille í Frakklandi, vakti athygli félaganna með öflugri frammistöðu á Wembley í sumar þegar Ísland lagði England í ógleymanlegum leik. Hákon lagði upp sigurmark Jóns Dags Þorsteinssonar í leiknum.

Í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið segir Baldvin Már Borgarsson frá því að áhugi ensku félaganna tveggja sé raunverulegur og að Newcastle sé einnig búið að fylgjast með honum frá því í júní. Fram kemur að Crystal Palace hefur sýnt mestan áhuga til þessa.

Hákon hefur verið fjarri góðu gamni í tæpa tvo mánuði vegna meiðsla en Baldvin segist búast við því að hann verði keyptur frá Lille annað hvort í janúarglugganum eða næsta sumar.

Hákon, sem er 21 árs, var keyptur til Lille sumarið 2023 fyrir um 17 milljónir evra. Hann var eðlilega smá tíma að aðlagast franska boltanum en endaði síðasta tímabil vel og hafði farið vel af stað í haust áður en hann meiddist. Búist er við honum aftur á völlinn í næsta mánuði.

Hákon er gífurlega öflugur pressuleikmaður, tæknilega mjög góður og getur leyst allar stöðurnar á miðsvæðinu auk þess að geta leikið í fremstu línu.

„Ég fór á stúfana og það er mikið til í þessu, eftir leikinn á Wembley fóru Tottenham, Palace og Newcastle að skoða hann. Hann spilaði mjög vel á þessu tímabili þangað til hann meiddist og félögin eru í alvöru talað að fylgjast með honum og ég held að ef hann fer ekki í janúarglugganum þá fer hann næsta sumar. Palace eru heitastir fyrir þessu eins og staðan er núna," sagði Baldvin í þættinum.
Athugasemdir
banner
banner