Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 18:16
Brynjar Ingi Erluson
Jói Berg og félagar fengu skell - Erfið byrjun hjá Milos
Lið Jóhanns tapaði öðrum leiknum í röð
Lið Jóhanns tapaði öðrum leiknum í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar hans í Al Orubah beið lægri hlut gegn Al Okhdood, 4-0, í sádi arabísku úrvalsdeildinni í kvöld.

Landsliðsmaðurinn lék allan leikinn í liði Al Orubah sem var að tapa öðrum deildarleik sínum í röð.

Al Orubah, sem er nýliði í deildinni, hefur annars byrjað þokkalega í deildinni og sótt tíu stig í níu leikjum, en tapið í kvöld heldur stórt miðað við stöðu liðanna í deildinni.

Staðan er þannig að Al Orubah er í 12. sæti með 10 stig en Al Okhdood í 13. sæti með 8 stig.

Milos Milojevic og lærisveinar hans í Al Wasl gerðu 2-2 jafntefli við Al Jazira í úrvalsdeildinni í sameinuðu arabísku furstadæmunum. Al Wasl varð deildarmeistari á síðasta ári, en hefur aðeins náð í níu stig úr fyrstu sjö leikjum í byrjun tímabilsins og er níu stigum frá toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner