Man Utd borgar Sporting bætur - Rafael Leao orðaður við Barcelona - Kerkez á blaði Liverpool
   þri 29. október 2024 15:56
Elvar Geir Magnússon
Yfirlýsing Sporting: Man Utd til í að borga riftunarákvæði Amorim
Amorim var meðal þeirra sem voru orðaðir við Liverpool áður en Arne Slot var ráðinn.
Amorim var meðal þeirra sem voru orðaðir við Liverpool áður en Arne Slot var ráðinn.
Mynd: EPA
Sporting Lissabon hefur gefið út yfirlýsingu um að Manchester United sé tilbúið að borga riftunarákvæði í samningi stjórans Rúben Amorim og kaupa hann þar með frá portúgalska félaginu.

Amorim er með 8,3 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum, 10 milljónir evra. Hann hefur þegar samþykkt sjálfur að taka við Manchester United.

Manchester United vonast til þess að Amorim verði með stjórnartaumana gegn Chelsea um næstu helgi. Það einfaldar allt ferlið að Sporting er með eftirmann Amorim kláran, en það er Joao Pereira sem hefur stýrt varaliði félagsins.

Amorim stýrði Sporting til síns fyrsta portúgalska meistaratitils í nítján ár árið 2021 og vakti þá mikla athygli, 36 ára gamall á þeim tíma. Hann vann svo annan portúgalskan titil með liðinu á síðasta tímabili.

Amorim var meðal þeirra sem voru orðaðir við Liverpool áður en Arne Slot var ráðinn og þá fór hann og fundaði með West Ham í sumar.

Hjá Sporting hefur Amorim helst notað 3-4-3 leikkerfi með sóknarsinnaða vængbakverði. Án boltans er notuð áköf pressa og hraðar sóknir þegar liðið er með boltann.


Athugasemdir
banner
banner
banner