Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 31. október 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid vill fá táning frá Bayern
Lennart Karl er 16 ára.
Lennart Karl er 16 ára.
Mynd: Getty Images
Real Madrid vill fá sextán ára strák frá Bayern München, sóknarmiðjumanninn Lennart Karl. Ajax horfir einnig löngunaraugum til hans.

Samningur Karl við Bayern rennur út 2026 en umboðsmaður hans er Michael Ballack, fyrrum leikmaður Bayern og Chelsea.

Kal hefur farið á kostum með U17 landsliði Þýskalands og skorað fimm mörk í fimm leikjum. Með U17 liði Bayern er hann með 21 mark og 8 stoðsendingar í 12 leikjum.

Hann er talinn algjört undrabarn og er einn af gimsteinum Bayern akademíunnar á Säbener Straße.


Athugasemdir
banner
banner