Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. mars 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fréttamaðurinn um Klopp: Hélt áfram þar sem hann öskraði og gargaði
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool féll úr leik í FA-bikarnum í gær.
Liverpool féll úr leik í FA-bikarnum í gær.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekki hinn hressasti eftir að liðið tapaði gegn nágrönnum sínum í Manchester United í FA-bikarnum í gær, sunnudag.

Viðtal sem Klopp fór í við Viaplay leikinn hefur vakið mikla athygli en sá þýski var vægast sagt pirraður í viðtalinu og gekk að lokum út úr því.

Niels Christian Frederiksen, lýsandi á Viaplay, spurði Klopp að því af hverju það hafi ekki verið sama ákefð í framlengingunni og er venjulega í leikjum enska liðsins en Klopp var heldur hneykslaður á spurningunni.

„Þetta er frekar heimskuleg spurning... Ég veit ekki hvað við höfum spilað marga leiki undanfarið og hvað United hefur spilað marga leiki. Þannig eru íþróttir, en ég er mjög vonsvikinn með þessa spurningu, en þér fannst hún örugglega góð," sagði Klopp, en hann fékk sig algerlega saddan þegar Frederiksen spurði Klopp hvort að of margir leikir væri möguleg ástæða.

„Ó, heldur þú það ekki? Þú ert augljóslega ekki í góðu standi og ég hef engar taugar fyrir þig núna,“ sagði Klopp áður en hann stormaði út úr viðtalinu.

Klopp hefur fengið hitann á samfélagsmiðlum eftir viðtalið. Hefur hann verið kallaður dónalegur, barnalegur, tapsár og þar fram eftir götunum. Frederiksen tjáði sig um viðtali við Tipsbladet og sagði hann þar að Klopp hefði gargað og öskrað á sig eftir að hann gekk út úr viðtalinu.

„Þetta kom mér mjög á óvart og fólkinu sem stóð í kringum mig var brugðið. Þetta hélt áfram þar sem hann öskraði og gargaði á mig. Þetta kom mér mikið á óvart en það er allt í lagi með mig," sagði Fredriksen en hann segist oft hafa tekið viðtöl við Klopp.

„Við eigum ekki slæmt samband. Ég veit að þú verður ekki einn besti þjálfari í heimi án þess að þú sért tapsárasti maður í heimi. Þú þarft að vera sigurvegari til að vera góður þjálfari."

Fredriksen segist skilja það af hverju Klopp var svona pirraður. „Ég túlka þetta bara þannig að hann hafi verið mjög pirraður eftir tap gegn Man Utd. Hans draumur var að spila á Wembley í lokaleik sínum á Englandi og það var tekið frá honum. Ég get skilið það af hverju hann er svona rosalega pirraður."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner