Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 09:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sá sem Man City sér mest á eftir
Mainoo fagnar marki.
Mainoo fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Kobbie Mainoo mætti í gær á sína fyrstu æfingu með A-landsliði Englands eftir að Gareth Southgate kallaði hann upp í hópinn.

Þessi 18 ára gamli leikmaður hefur farið á kostum með Man Utd undanfarnar vikur.

Mainoo hefur komið eins og stormsveipur inn í lið United á þessu tímabili en það vakti hörð viðbrögð þegar hann var ekki valinn í enska landsliðið í síðustu viku. Eftir að hann spilaði frábærlega gegn Liverpool í FA-bikarnum þá ákvað Gareth Southgate að kalla hann upp í A-landsliðið.

Mainoo er orðinn gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna Man Utd og eru miklar vonir bundnar við hann fyrir framtíðina. Það hefur verið mikið rætt og skrifað um þennan efnilega leikmann síðustu vikur en The Athletic skrifaði langa grein um uppgang hans í gær. Eftir að greinin var birt þá skrifaði fréttamaðurinn Daniel Taylor áhugaverða færslu á samfélagsmiðla þar sem hann greindi frá því að Manchester City sæi mikið eftir því að hafa misst af Mainoo.

„Aðili hjá Manchester City sagði mér nýverið að þeir sem sjá um akademíuna hjá félaginu - þeir sem finna hæfileikaríka leikmenn fyrir City og hafa gert það í mörg ár - líti á Kobbie Mainoo á 'þann sem slapp' - meira en nokkurn annan. Þessi strákur er einstakur," skrifaði Taylor og er vel hægt að taka undir það.


Athugasemdir
banner
banner