Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. mars 2024 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sigríður Lára ráðin sem aðstoðarþjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV þar sem hún mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna sem aðstoðarþjálfari.

Þar mun hún starfa samhliða Mikael Hasling markmannsþjálfara og Jóni Ólafi Daníelssyni aðalþjálfara, auk þess að þjálfa 2. flokk kvenna.

Sigríður Lára, eða Sísí eins og hún er kölluð, er uppalin hjá ÍBV og var lykilleikmaður í sterkum meistaraflokki kvenna í áraraðir. Hún stoppaði stutt hjá Lilleström í norska boltanum og lék 20 A-landsleiki fyrir Íslands hönd eftir að hafa verið í lykilhlutverki með U19 landsliðinu.

Sísí, sem er goðsögn hjá ÍBV, hefur áður komið að þjálfun í Vestmannaeyjum þegar hún þjálfaði yngri flokka kvenna samhliða því að spila fótbolta.
Athugasemdir
banner