Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. mars 2024 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Sven Botman gæti verið frá út árið
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Hollenski miðvörðurinn Sven Botman verður frá keppni í sex til níu mánuði og gæti því verið fjarverandi út árið 2024.

Botman bætist því við afar langan meiðslalista Newcastle, en félagið hefur átt í miklu basli vegna gífurlegra meiðslavandræða allt tímabilið.

Botman meiddist í 2-0 tapi gegn Manchester City í 8-liða úrslitum enska bikarsins en það var ekki strax ljóst hversu alvarleg meiðslin væru.

Í myndatöku kom í ljós að Botman þarf aðgerð á hné vegna meiðsla á krossbandi, sem hann mun gangast undir strax í næstu viku.

Botman er 24 ára gamall og missti af fyrstu mánuðum tímabilsins vegna samskonar hnémeiðsla en var með fast sæti í byrjunarliðinu eftir að hann kom til baka.

Tekin var ákvörðun um að senda Botman ekki í aðgerð eftir fyrstu meiðslin en núna virðist aðgerð vera óumflýjanleg.

Nick Pope, Joelinton og Callum Wilson hafa einnig verið að glíma við slæm meiðsli á tímabilinu, auk þess sem Sandro Tonali er í leikbanni.
Athugasemdir
banner