Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 20. mars 2024 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
U20 tapaði fyrri leiknum í Ungverjalandi
Mynd: KSÍ
Ungverjaland 2 - 0 Ísland
1-0 Adin Molnar ('40, víti)
2-0 Milan Klausz ('86)

U20 landslið Íslands er í Ungverjalandi þessa stundina til að spila tvo æfingaleiki við U20 landslið Ungverja.

Fyrri leikurinn fór fram í dag og töpuðu strákarnir 2-0, þar sem Ungverjar leiddu 1-0 í leikhlé eftir að Adin Molnar skoraði úr vítaspyrnu á 40. mínútu.

Ólafur Ingi Skúlason landsliðsþjálfari gerði margar skiptingar í leiknum en Íslandi tókst ekki að jafna leikinn. Þess í stað skoraði Milan Klausz annað mark Ungverja undir lokin, svo lokatölur urðu 2-0.

Liðin mætast aftur á föstudaginn og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu hjá ungverska fótboltasambandinu.
Athugasemdir
banner