Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. mars 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vonast til að halda Xavi - „Bíðum eftir lokaniðurstöðu"
Mynd: EPA

Það er mikil óvissa í kringum Barcelona en Xavi mun láta af störfum sem stjóri liðsins eftir að tímabilinu lýkur.


Joan Laporta forseti Barcelona heldur þó enn í vonina um að Xavi muni hætta við að hætta. Luis Enrique fyrrum stjóri Barcelona og núverandi stjóri PSG hefur verið orðaður við starfið.

„Ég kann að meta Luis Enrique, hann er mjög góður en við höfum ekki rætt við hann né annan þjálfara því við berum virðingu fyrir Xavi. Hver sem vill koma til Barcelona verður að bíða þar til tímabilinu lýkur þar sem við bíðum eftir lokaniðurstöðu frá Xavi," sagði Laporta í samtali við Mundo Deportivo.

„Xavi er staðráðinn í að skipta ekki um skoðun og hann mun fara í janúar en við sjáum til. Ég vona enn þá að halda Xavi á næstu leiktíð en þetta er í hans höndum."


Athugasemdir
banner
banner