Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 23. september 2019 16:15
Fótbolti.net
Lokahóf hjá Selfossi, Víkingi Ó, Vestra og Völsungi
Kelsey Wys var best hjá Selfyssingum.
Kelsey Wys var best hjá Selfyssingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harley Willard var bestur hjá Víkingi Ó.
Harley Willard var bestur hjá Víkingi Ó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Zoran PLazonic var bestur hjá Vestra.
Zoran PLazonic var bestur hjá Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Víkingur Ólafsvík hélt lokahóf sitt á laugardaginn. Harley Willard var bestur og markahæstur og Ívar Reynir Antonsson efnilegastur. Antonio Grave sjúkraþjálfari, Jónas Gestur Jónasson, Ejub Purisevic og Hilmar Hauksson fengu gullmerki Víkings.

Vestri tryggði sér sæti í Inkasso-deildinni á laugardag og hélt lokahóf sitt um kvöldið. Leikmenn Vestra völdu Zoran Plazonic sem besta leikmann tímabilsins. Þórður Gunnar Hafþórsson fékk titilinn efnilegasti leikmaður Vestra og Pétur Bjarnason var markahæstur.

Lokahóf Völsungs fór fram á laugadaginn. Bestu leikmenn meistaraflokka voru kosin Harpa Ásgeirsdóttir og Kaelon P. Fox. Efnilegustu leikmenn meistaraflokka voru kosin Árdís Rún Þráinsdóttir og Arnar Pálmi Kristjánsson.

Selfyssingar héldu lokahóf sitt á laugardaginn. Þar var Kelsey Wys valin best, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir efnilegust og Þóra Jónsdóttir fékk verðlaun fyrir mestar framfarir hjá bikarmeisturunum. Kenan Turudija var valinn bestur, Þormar Elvarsson efnilegastur, Þór Llorens Þórðarson fékk verðlaun fyrir mestar framfarir og Hrvoje Tokic var bestur.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á [email protected] ef þið hafið upplýsingar um verðlaunahafa á lokahófi hjá einhverju félagi.

Pepsi Max-deild kvenna:

Selfoss:
Best: Kelsey Wys
Efnilegust: Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Inkasso-deild karla:

Víkingur Ó:
Bestur: Harley Willard
Efnilegastur: Ívar Reynir Antonsson

2. deild:

Vestri:
Bestur: Zoran Plazonic
Efnilegastur: Þórður Gunnar Hafþórsson

Selfoss:
Bestur: Kenan Turudija
Efnilegastur: Þormar Elvarsson

Völsungur:
Bestur: Kaelon P. Fox
Efnilegastur: Arnar Pálmi Kristjánsson

2. deild:

Völsungur:
Best: Harpa Ásgeirsdóttir
Efnilegust: Árdís Rún Þráinsdóttir
Athugasemdir
banner
banner
banner