Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ashley Cole tekinn inn í frægðarhöllina
Ashley Cole.
Ashley Cole.
Mynd: Getty Images
Ashley Cole hefur verið tekin inn í frægðarhöll ensku úrvalsdeildarinnar, Premier League Hall of Fame.

Cole spilaði á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni með bæði Arsenal og Chelsea en hann er af mörgum talinn vera besti vinstri bakvörður í sögu deildarinnar.

Hann vann þrjá Englandsmeistaratitla á 15 ára ferli sínum í þessari bestu deild í heimi.

Cole, sem er 22. einstaklingurinn sem tekinn er inn í höllina, var hluti af liði Arsenal sem fór taplaust í gegnum 2003/04 tímabilið.

Þeir sem hafa verið teknir inn í frægðarhöllina til þessa:
Alan Shearer (2021)
Thierry Henry (2021)
Eric Cantona (2021)
Roy Keane (2021)
David Beckham (2021)
Dennis Bergkamp (2021)
Frank Lampard (2021)
Steven Gerrard (2021)
Patrick Vieira (2022)
Wayne Rooney (2022)
Ian Wright (2022)
Peter Schmeichel (2022)
Paul Scholes (2022)
Didier Drogba (2022)
Vincent Kompany (2022)
Sergio Aguero (2022)
Sir Alex Ferguson (2023)
Arsene Wenger (2023)
Rio Ferdinand (2023)
Petr Cech (2023)
Tony Adams (2023)
Ashley Cole (2024)
Athugasemdir
banner
banner