Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
   fim 30. ágúst 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Þorkell Gunnar spáir í 19. umferð Inkasso-deildarinnar
Þorkell Gunnar í Fjöreyjum.
Þorkell Gunnar í Fjöreyjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bætir Gummi Magg við mörkum?
Bætir Gummi Magg við mörkum?
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Það er áhugaverð umferð framundan í Inkasso-deild karla. Flest stefnir í að ÍA og HK leiðist upp úr deildinni en spennandi fallbaráttuslagir eru framundan í 19. umferð.

Íþróttafréttamaðurinn Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson er spámaður umferðarinnar.

Selfoss 2 - 1 Leiknir R. (í kvöld 18)
Vá! Ekkert smá mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Mér sýnist nú samt að holningin á Selfoss liðinu sé öll önnur eftir að Dean Martin tók við Flóamönnum. Þó svo að ég haldi mikið upp á Leikni þá held ég að heimavöllurinn og hungrið telji þarna. Selfoss vinnur því þennan leik og lyftir sér upp úr fallsæti... í bili allavega.

ÍR 0 - 2 Fram (í kvöld 18)
Lið sem hafa unnið jafn marga leiki í deildinni til þessa. Einhvern tímann hefði það nú þótt saga til næsta bæjar að Fram og ÍR væru í sömu deild og hefðu unnið jafn marga leiki í 18 tilraunum. Ég sem Framari skal viðurkenna það hér að ég hef nú aðeins verið viðstaddur einn leik með liðinu í sumar. Það var sigurleikurinn á móti Haukum. Þar litu Framarar reyndar mjög vel út. En það virðist nú ekki hafa haldið sér lengra inn í sumarið þó svo að Gummi Magg sé með markaskóna límda við sig. Ég er skíthræddur við neikvæð úrslit fyrir mína menn, en get nú samt ekki annað en spáð þeim sigri.

HK 4 - 0 Njarðvík (á morgun 18:30)
HK er ekkert að fara að koxa núna. Menn eru fullir sjálfstrausts eftir vítavörslurnar hjá Arnari upp á Skaga. Þetta verður auðveldur HK sigur.

Þróttur R. 3 - 1 Haukar (á morgun 19:15)
Ég bjó nú fyrstu 20 æviárin í Þróttarahverfi (ekki spyrja af hverju ég tel mig samt vera Framara). Ég hef því taugar til Þróttar. Það er líka gaman að sjá hversu vel hefur gengið hjá Gulla Jóns að rétta úr þessu liði eftir að hafa tekið við liðinu nánast um leið og Íslandsmótið var flautað á. Þó Haukar geti sýnt fína spretti þá er hamurinn á Þrótti þannig að öll stigin verða eftir í Laugardalnum.

Magni 0 - 2 ÍA (laugardag 13)
Botnliðið á móti toppliðinu. Samt ekkert gefið. Segjum að það verði markalaust í hálfleik, en svo taki Skaginn þetta.

Víkingur Ó. 1 - 1 Þór (sunnudag 16)
Ég er ekki búinn að spá neinu jafntefli. Verð ég ekki að gera það hér. Það er allavega minnsti stigamunurinn á þessum liðum af þeim sem mætast í þessari umferð.

Fyrri spámenn:
Björgvin Stefánsson (4 réttir)
Emil Pálsson (4 réttir)
Hilmar Árni Halldórsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pálmi Rafn Pálmason (4 réttir)
Ásgeir Sigurgeirsson (3 réttir)
Baldur Sigurðsson (3 réttir)
Bergsveinn Ólafsson (3 réttir)
Davíð Örn Atlason (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Gunnar Þorteinsson (3 réttir)
Þórarinn Ingi Valdimarsson (3 réttir)
Arna Sif Ásgrímsdóttir (2 réttir)
Gunnar Helgason (2 réttir)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner