Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 08. mars 2024 19:34
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mitrovic allt í öllu í sigri Al-Hilal
Mynd: EPA

Al-Hilal er komið með tólf stiga forystu á Al-Nassr á toppi sádí arabísku deildarinnar eftir sigur á Al-Riyadh í dag.


Serbneski framherjinn Aleksandar Mitrovic var allt í öllu í leiknum en hann skoraði snemma leiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Í uppbótatíma fyrri hálfleiks gat fékk hann annað tækifæri til að skora þegar Al-Hilal fékk vítaspyrnu en hann lét verja frá sér.

Al-Riyadh náði forystunni snemma í fyrri hálfleik en Al-Hilal fékk aðra vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik. Í þetta sinn steig Ruben Neves á punktinn og honum tókst að skora og jafna metin.

Brasilíumaðurinn Michael koma Al-Hilal síðan yfir eftir undirbúning Neves. Liðið fékk síðan þriðju vítaspyrnuna í uppbótatíma og Mitrovic reyndi aftur fyrir sér og í þetta sinn skoraði hann og innsiglaði sigur Al-Hilal.

Al-Ettifaq er í 4. sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á Al-Akhdoud.


Athugasemdir
banner
banner
banner