Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Davíð Kristján skoraði í pólska boltanum
Baneitruð vinstri löpp.
Baneitruð vinstri löpp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Cracovia á útivelli gegn Korona Kielce í efstu deild pólska boltans í dag.

Davíð Kristján spilaði sem vinstri vængbakvörður og skoraði hann eina mark fyrri hálfleiksins á 37. mínútu. Það dugði ekki til vegna þess að heimamönnum tókst að jafna, en lokatölur urðu 1-1 í þessum fallbaráttuslag.

Cracovia er fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir þetta jafntefli.

Í æfingaleikjum sænska boltans var Valgeir Lunddal Friðriksson í byrjunarliði Häcken í 2-1 sigri gegn Hammarby, á meðan Örebro lagði Jonköping að velli og Sogndal tapaði fyrir Hodd í norskum æfingaslag.

Jón Daði Böðvarsson byrjaði þá á bekknum í jafnteflisleik Bolton Wanderers í League One deildinni á Englandi, en var skipt inn á fimmtu mínútu vegna meiðsla í sóknarlínunni.

Bolton gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Exeter og tókst Jóni Daða ekki að koma sér á blað. Niðurstaðan úr þessari viðureign eru vonbrigði fyrir Bolton, enda hefði liðið getað endurheimt annað sæti deildarinnar með sigri. Jón Daði og félagar eru í þriðja sæti, sex stigum frá toppliði Portsmouth en aðeins einu stigi frá Derby County sem situr í öðru sætinu eftirsótta.

Í belgíska boltanum tapaði Kortrijk heimaleik gegn sterku liði Antwerp, en lokatölur urðu 0-1. Freyr Alexandersson er við stjórnvölinn hjá Kortrijk, sem vermir botnsæti belgísku deildarinnar.

Daníel Leó Grétarsson og Kristall Máni Ingason léku þá allan leikinn í sannfærandi sigri SönderjyskE á útivelli gegn Horsens í B-deild danska boltans.

Atli Barkason kom inn af bekknum í sigrinum og er SönderjyskE á toppi deildarinnar með 46 stig eftir 21 umferð. Álaborg er einu stigi á eftir og með leik til góða, en næstu lið eru tíu stigum þar á eftir.

Hjörtur Hermannsson var að lokum ónotaður varamaður í 1-0 sigri Pisa gegn Ternana í ítölsku B-deildinni. Pisa er í harðri baráttu um umspilssæti þar sem liðið reynir að komast upp í efstu deild.

Korona Kielce 1 - 1 Cracovia
0-1 Davíð Kristján Ólafsson ('37)
1-1 M. Trojak ('71)

Hacken 2 - 1 Hammarby

Jonkoping 0 - 1 Orebro

Hodd 2 - 0 Sogndal

Stromsgodset 1 - 3 Odd

Rosenborg 3 - 0 Tromso

Norrby 4 - 1 Vanersborg

Exeter 2 - 2 Bolton

Kortrijk 0 - 1 Antwerp

Horsens 1 - 4 Sonderjsyke

Pisa 1 - 0 Ternana

Athugasemdir
banner
banner
banner