Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: ÍBV rúllaði yfir ÍR - Afturelding skoraði sjö
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
ÍR endar í öðru sæti síns riðils í Lengjubikarnum eftir stórt tap gegn botnliði ÍBV í lokaumferðinni sem fór fram í dag.

ÍR-ingar komu á óvart á undirbúningstímabilinu og sigruðu leiki sína gegn Þrótti R., Fylki og Fram en þeim tókst ekki að leggja Eyjamenn að velli.

Vestmannaeyingar voru aðeins komnir með eitt stig fyrir leikinn í Breiðholti en þeir spiluðu góðan leik í dag og skoruðu fimm mörk.

Bragi Karl Bjarkason kom heimamönnum yfir snemma leiks en Eyjamenn sneru stöðunni við með þremur mörkum á sex mínútna kafla, áður en Óliver Elís Hlynsson minnkaði muninn fyrir leikhlé. Staðan var því 2-3 í hálfleik og juku gestirnir frá Eyjum kraftinn í síðari hálfleik til að stinga af og innsigla sigurinn.

Arnar Breki Gunnarsson var atkvæðamestur í liði ÍBV með tvennu en Sverrir Páll Hjaltested, Vicente Martinez og Oliver Heiðarsson komust einnig á blað. Lokatölur 2-5.

Patrekur Orri Guðjónsson var þá atkvæðamestur í stórsigri Aftureldingar gegn Dalvík/Reyni, þar sem hann skoraði þrennu í sjö marka sigri.

Oliver Bjerrum Jensen, Aron Jóhannsson, Hrannar Snær Magnússon og Aron Elí Sævarsson komust allir á blað í fyrri hálfleiknum, ásamt Patreki Orra, en Patrekur bætti tveimur mörkum við með stuttu millibili í síðari hálfleik.

ÍR 2 - 5 ÍBV
1-0 Bragi Karl Bjarkason ('5 )
1-1 Sverrir Páll Hjaltested ('13 )
1-2 Vicente Rafael Valor Martínez ('16 )
1-3 Arnar Breki Gunnarsson ('19 )
2-3 Óliver Elís Hlynsson ('45 )
2-4 Oliver Heiðarsson ('56 )
2-5 Arnar Breki Gunnarsson ('74 )

Afturelding 7 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Oliver Bjerrum Jensen ('5 )
2-0 Aron Jóhannsson ('12 )
3-0 Patrekur Orri Guðjónsson ('16 )
4-0 Hrannar Snær Magnússon ('35 )
5-0 Aron Elí Sævarsson ('43 )
6-0 Patrekur Orri Guðjónsson ('66 )
7-0 Patrekur Orri Guðjónsson ('67 )
Rautt spjald: Borja Lopez Laguna, Dalvík/Reynir ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner