Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 10:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meiðslavandræðin fara í taugarnar á Ten Hag
Mynd: EPA
Manchester United er í miklum meiðsla vandræðum, sérstaklega í vinstri bakvarðarstöðunni.

Enginn eiginlegur vinstri bakvörður er klár í slaginn hjá félaginu en Luke Shaw og Tyrell Malacia eru báðir á meiðslalistanum. Þessi meiðsla vandræði fara í taugarnar á Erik ten Hag.

„Þetta er eitt af því sem ég er hvað mest pirraður yfir. Maður getur sætt sig við það að einhver sé fjarverandi en þegar tveir leikmenn eru ekki til taks yfir tímabilið er það mjög svekkjandi en við höfum tekist eins vel á við það og hægt er en þetta er auðvitað ókostur," sagði Ten Hag.

Sergio Reguilon var á láni hjá félaginu fyrr á þessari leiktíð en var sendur aftur til Tottenham í janúar.

„Ég átti spjall við læknateymið í desember og þeir fullvissuðu mig um það að Shaw og Malacia yrðu báðir klárir í janúar. Þá erum við með tvo vinstri bakverði og svo þriðja og maður myndi alltaf svekkja einn bakvörð," sagði Ten Hag.

Ten Hag býst ekki við því að Malacia muni spila á þessari leiktíð og þá gæti Shaw verið klár í slaginn undir lok tímabilsins.


Athugasemdir
banner