Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   lau 10. mars 2018 14:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Rashford með bæði í sigri Man Utd á Liverpool
Rashford nýtti tækifærið vel.
Rashford nýtti tækifærið vel.
Mynd: Getty Images
,,Við erum búnir að skora svona mörg mörk
,,Við erum búnir að skora svona mörg mörk
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Manchester Utd 2 - 1 Liverpool
1-0 Marcus Rashford ('14 )
2-0 Marcus Rashford ('24 )
2-1 Eric Bailly ('66 , sjálfsmark)

Manchester United bar sigurorðið af Liverpool í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Segja má að Jose Mourinho hafi unnið taktískan sigur á kollega sínum hjá Liverpool, Jurgen Klopp.

United varð slæmum tíðindum fyrir leikinn þar sem í ljós kom að Paul Pogba og Anthony Martial væru meiddir og gætu ekki spilað. Inn í lið Man Utd kom Marcus Rashford. Hann átti eftir að nýta tækifærið.

Fyrstu 10 mínúturnar voru bragðdaufar, Liverpool var með boltann án þess að skapa sér neitt. Á 14. mínútu dró svo til tíðinda. Eftir hornspyrnu Liverpool sparkaði David de Gea fram, Romelu Lukaku vann skallann og skallaði áfram fyrir Marcus Rashford sem tók vel við boltanum. Rashford slapp í gegn og gerði allt rétt. Hann sneri á Trent Alexander-Arnold og kláraði frábærlega, 1-0.

Liverpool reyndi að svara strax en 10 mínútum síðar komst United í 2-0 og var það Rashford sem var aftur að verki. Eftir gott spil hrakk boltinn til Rashford sem skoraði örugglega.

Sjá einnig:
Rashford fer á kostum - Búinn að koma Man Utd í 2-0



Juan Mata komst nálægt því að bæta við þriðja markinu þegar hann reyndi bakfallsspyrnu í teignum. Skot hans fór hins vegar fram hjá og var staðan 2-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Planið hjá Mourinho í seinni hálfleiknum var að liggja mjög aftarlega og leyfa Liverpool að hafa boltann.

Liverpool pressaði stíft á heimamenn í United og tókst að minnka muninn á 66. mínútu þegar Eric Bailly skilaði boltanum í eigið net eftir sendingu fyrir markið frá Sadio Mane.

Liverpool hélt áfram að pressa eftir markið og að mati Guðmundar Benediktssonar, sem var að lýsa leiknum, hefði liðið átt að fá vítaspyrnu þegar Mane féll í teignum. Vítaspyrna var hins vegar ekki dæmd og tókst Liverpool ekki að skora.

Lokatölur 2-1 fyrir Manchester United og munu stuðningsmenn liðsins fagna vel og innilega í dag. United er í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum á undan Liverpool sem gæti fallið niður í fjórða sæti deildarinnar ef Tottenham vinnur Bournemouth á morgun.



Athugasemdir
banner
banner