Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. mars 2024 14:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Tottenham gekk frá Aston Villa í seinni hálfleik
Mynd: Getty Images

Aston Villa 0 - 4 Tottenham
0-1 James Maddison ('50 )
0-2 Brennan Johnson ('53 )
0-3 Son Heung-Min ('90 )
0-4 Timo Werner ('90 )
Rautt spjald: John McGinn, Aston Villa ('65)


Tottenham vann gríðarlega sterkan sigur á Aston Villa í úrvalsdeildinni í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en Tottenham kláraði leikinn snemma í síðari hálfleik þegar James Maddison og Brennan Johnson skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili.

Þegar tæpur hálftími var til loka venjulegs leiktíma fékk John McGinn að líta rauða spjaldið fyrir að fara af ansi miklum krafti í Destiny Udogie.

Það urðu smá læti eftir atvikið en ekkert alvarlegt og dómari leiksins gaf ekki fleiri spjöld.

Heung-min Son lagði upp annað mark leiksins á Johnson en hann skoraði sjálfur þriðja mark leiksins og lagði síðan upp sitt annað mark og fjórða mark Tottenham þegar varamaðurinn Timo Werner gerði út um leikinn.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner