Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. mars 2024 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wilder: Sérfræðingarnir segja að við séum versta liðið
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Chris Wilder var sáttur með stig eftir 2-2 jafntefli Sheffield United á útivelli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sheffield komst óvænt í tveggja marka forystu en missti hana niður í seinni hálfleik, þegar Dango Ouattara kom inn af bekknum til að skora og leggja upp.

„Við þurftum góða frammistöðu og við fengum hana. Strákarnir börðust hetjulega og náðu í stig eftir mjög erfiða viku, sérstaklega eftir það sem gerðist á mánudagskvöldið," sagði Wilder að leikslokum og átti þá við afar stórt tap Sheffield á heimavelli gegn Arsenal.

„Sérfræðingarnir í sjónvarpinu segja að við séum versta liðið í deildinni en þeir verða að líta til þeirra miklu meiðslavandræða sem við höfum verið að glíma við. Við náum afar sjaldan að tefla fram sama byrjunarliði tvo leiki í röð vegna meiðsla. Það hefur áhrif á frammistöðu liðsins."

Sheffield er í næstneðsta sæti úrvalsdeildarinnar, með 14 stig eftir 28 umferðir. Nýliðarnir þurfa sannkallað kraftaverk til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli.

„Við erum komnir af botninum en við erum ekki að fagna því, það fær enginn medalíu fyrir það. Við verðum að halda áfram að leggja allt í sölurnar og ná í úrslit hvar sem við getum."

Wilder er ósáttur með það sem hann telur vera litaða og einhliða umfjöllun enskra fjölmiðla á fallbaráttunni.

„Miðað við hvernig er talað um fallbaráttuna í fjölmiðlum þá er Sheffield United versta fótboltalið í heimi, Burnley bara að bíða eftir að smella saman og Luton getur stefnt á evrópubaráttu. Svona er talað um fallbaráttuna.

„Ég vil ekki taka neitt af Luton, þeir hafa verið frábærir, og ég ber mikla virðingu fyrir því sem Vincent Kompany hefur gert með Burnley, en mér líst ekki á hvernig er talað um þessi þrjú lið."


Burnley er með 13 stig og Luton 21 og eiga bæði liðin leik til góða á Sheffield.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner