Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. mars 2024 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eyddi fyrst öllu sem tengdist Man Utd - „Hættið þessu hatri"
Amad Diallo.
Amad Diallo.
Mynd: Getty Images
Kantmaðurinn Amad Diallo vakti upp sögusagnir um framtíð sína hjá Manchester United eftir að hann eyddi öllu því sem tengist félaginu á samfélagsmiðlum sínum. Hann lokaði svo í kjölfarið öllum reikningum sínum.

Hinn 21 árs gamli Diallo hefur ekki enn byrjað deildarleik á tímabilinu en hann hefur aðeins komið þrisvar sinnum við sögu frá því hann jafnaði sig á hnémeiðslum í desember.

Diallo var frábær á láni hjá Sunderland á síðasta tímabili og voru stuðningsmenn United spenntir fyrir honum áður en þetta tímabil hófst. Hann hefur hins vegar átt í basli með meiðsli og fengið lítið hlutverk utan þess.

Enskir fjölmiðlar skrifuðu um það í gær að Diallo væri orðinn pirraður á stöðunni og hefði þess vegna eytt öllu sem tengist United frá samfélagsmiðlum sínum. Hann lokaði svo reikningum sínum en leikmaðurinn ákvað að svara fyrir sig seint í gærkvöldi.

„Ég lokaði samfélagsmiðlum mínum í mánuð til að einbeita mér að Ramadan. Þetta er heilagur mánuður og á samfélagsmiðlum eru hlutir sem ég vil ekki sjá á meðan ég fasta. Hættið þessu hatri, það er ekkert rangt við það sem ég gerði," skrifaði Diallo en Ramadan er heilagur mánuður fyrir múslima. Í Ramadan fasta múslima frá sólarupprás til sólarlags.

Diallo var keyptur til Man Utd frá Atalanta fyrir 25 milljónir evra sumarið 2020, en hefur ekki enn náð að sýna sig og sanna hjá félaginu.



Athugasemdir
banner
banner